Viðskipti innlent

Eva Joly segist ekki hafa spillt Exeter-málinu

Eva Joly lét af störfum sem ráðgjafi sérstaks saksóknara sl. miðvikudag.
Eva Joly lét af störfum sem ráðgjafi sérstaks saksóknara sl. miðvikudag. Mynd/Valli
Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, segist ekki hafa spillt rannsókn embættisins í Exeter-málinu. Lögmaður fyrrverandi forstjóra MP banka segir Joly hafa mælt fyrir um óhefðbundnar rannsóknaraðgerðir í Exeter-málinu og að þær hafi í ýmsum tilvikum leitt til ólögmætra aðgerða við rannsóknina.

Joly sagði þetta afleita röksemdarfærslu þegar rætt var við hana í Silfri Egils í dag. Það væri aftur á móti eðlilegt að verjandinn skyldi hafa beitt henni. Joly sagðist hafa starfað sem sérfræðingur hjá embættinu og verið samningsbundin. Hún sæi því ekki hver vandinn væri. „Ég tel þetta ekki vera neitt vandamál."

Gagnrýnin á Joly kemur fram í greinargerð sem Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar fyrrverandi forstjóra MP banka, hefur lagt fram í málinu. Fréttablaðið fjallaði um málið um síðustu helgi. Exeter-málið svokallaða er hið eina sem sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru í. Það snýst um ríflega eins milljarðs lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holdings fyrir kaupum á stofnfjárbréfum í sparisjóðnum, af MP banka og stjórnarmönnum í sjóðnum.

Kveður með söknuði

Eva Joly lét á miðvikudaginn af störfum sem ráðgjafi sérstaks saksóknara. Hún hyggst einbeita sér að forsetaframboði sínu fyrir Græningja í Frakklandi og sagðist kveðja starfið með söknuði.

Joly sagðist í viðtalinu í Silfri Egils vera ánægð með hvernig embættið hefði verið byggt upp frá því að hún kom þangað til starfa skömmu eftir bankahrun. Nú starfi jafn margir hjá embættinu og hjá frönsku efnhagsbrotalögreglunni. Þá sagðist Joly telja að stjórnvöld hér á landi ættu að íhuga að koma á fót sérstöku dómsvaldi sem tæki á efnahagsbrotum.


Tengdar fréttir

Segir Evu Joly hafa spillt Exeter-málinu

Lögmaður fyrrverandi forstjóra MP banka segir Evu Joly hafa mælt fyrir um óhefðbundnar rannsóknaraðgerðir í svokölluðu Exeter-máli og þær hafi í ýmsum tilvikum leitt til ólögmætra aðgerða við rannsóknina. Vísa beri málinu frá vegna þess að sérstakur saksóknari hafi ekki haft lögbundið sjálfstæði í störfum sínum. Hann hefur sent ráðherrum bréf vegna málsins.

Rannsókn sérstaks sögð ónýt markleysa

Sérstakur saksóknari hafði ekki heimild samkvæmt lögum til að rannsaka málefni Byrs og því ber að vísa svokölluðu Exeter-máli frá dómi. Þetta er samhljóða niðurstaða verjenda sakborninganna þriggja í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×