Lífið

Regnboganum lokað 1. júní

Ekki er enn ákveðið hvað verður í gamla Regnbogahúsnæðinu. Hugsanlega verður því lokað 1. júní næstkomandi.
Ekki er enn ákveðið hvað verður í gamla Regnbogahúsnæðinu. Hugsanlega verður því lokað 1. júní næstkomandi.

Ef svo fer sem horfir verður kvikmyndahúsinu Regnboganum lokað 1. júní næstkomandi. Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, var ekki reiðubúinn til að staðfesta þá dagsetningu í samtali við Fréttablaðið í gær en sagði hlutina eiga að skýrast í næstu viku.

„Það eru ýmsar umleitanir í gangi, það er ekkert ákveðið og ég á fremur erfitt með að tjá mig um það á þessu stigi málsins," segir Jón Eiríkur.

„Ég reikna með því að við tökum ákvörðun á þriðjudaginn og þá kemur í ljós hvort við lokum og skrúfum okkar dót í burtu eða hvort það verður áframhaldandi rekstur kvikmyndahúss þarna," segir Jón Eiríkur.

Eins og Fréttablaðið hefur greint frá rennur leigusamningur Senu og Cube Properties, sem á húsnæðið, út um áramótin. Hefðbundnar kvikmyndasýningar virðast samkvæmt þessu ekki lengur svara kostnaði í Regnboganum. Ekki náðist samband við forsvarsmenn Cube Properties við vinnslu fréttarinnar en Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins, sagði á dögunum að enginn hefði falast eftir húsnæðinu.

Jón Eiríkur staðfestir að nokkrir hópar hafi sett sig í samband við Senu um hugsanlega framlengingu á starfsemi kvikmyndahúss í sumar. Samfylkingin hyggst síðan leggja fram tillögu á þriðjudaginn um að borgin styðji við tilraunaverkefni um að kvikmyndahúsið Regnboginn verði kvikmyndasetur og nokkurs konar heimili kvikmyndanna.

Samkvæmt tillögunni yrði framlag borgarinnar þá falið í því að taka þátt í leigukostnaði fram á haust og veita stuðning og ráðgjöf við gerð samþykkta og stofnun félags um rekstur og starfsemi. - fgg




Tengdar fréttir

Regnboganum verði breytt í menningarmiðstöð

Hugmyndir eru uppi um að koma Regnboganum til bjargar og breyta þessu eina kvikmyndahúsi miðborgarinnar í svokallað arthouse-kvikmyndahús með kaffihúsi, bókasafni, sérhæfðum kvikmyndasýningum og kvikmyndahátíðum, og kvikmyndasýningum fyrir skóla og ferðamenn. Kvikmyndamiðstöð Íslands er að flytja upp á aðra hæð Regnbogahúsnæðisins og sjá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.