Erlent

Handtekin fyrir að veðja um HM

Yfir fimm þúsund manns voru handteknir í Asíu fyrir að stunda ólögleg veðmál meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð.

Fólkið var handtekið í Kína, Malasíu, Singapúr og Taílandi, að sögn Interpol.

Nærri tíu milljónir Bandaríkjadala hafa verið haldlagðar í aðgerðunum. Ráðist var inn í um 800 ólöglega veðbanka í löndunum fjórum og segir lögreglan að í veðbönkunum hafi verið veðjað fyrir um 155 milljónir dala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×