Erlent

Miklar aurskriður kosta nær 130 manns lífið í Kína

Stjórnvöld í Kína hafa sent þúsundir af björgunarmönnum til aðstoða við leita að fólki í Gansu héraðinu í norðvesturhluta landsins.

Miklar aurskriður féllu á bæ þar í gærkvöldi og færðu í kaf. Vitað er um nærri 130 manns sem fórust í skriðunni. Um 1.300 manna er saknað.

Skriðan kom í kjölfar þess að stífla brast í Bailong ánni fyrir ofan bæinn eftir mikla úrkomu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×