Spegilmynd Þrastar Ólafssonar Aðalsteinn Baldursson skrifar 8. desember 2010 14:05 Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið 1. desember, það er á fullveldisdegi Íslendinga. Þar boðar hann nýja og hrokafulla sýn á framtíð þjóðarinnar, greinin er auk þess full af fordómum í garð landsbyggðarinnar. Hann undrast mjög ofsóknarkrossferð fólks gegn hugmyndum stjórnvalda um að rústa heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og talar jafnframt um fádæma herferð byggðarlaga með undirleik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðsbrest. Hvað Þresti gengur til með þessum skrifum er ekki vitað nema hann hafi ákveðið að koma út úr skápnum á fullveldisdeginum og tjá sig opinberlega um skoðun sína á landsbyggðinni og fólkinu sem þar býr. Fólki sem er þessa dagana að berjast fyrir tilverurétti sínum og lágmarksöryggi. Reyndar átti ég tal við Þröst fyrir nokkrum árum um byggðamál og veit því hvaða hug hann ber til byggðarlaga út á landi. Byggðalaga sem með framleiðslu sinni hafa skapað gjaldeyri fyrir þjóðina en verðmætasköpun er víða mikil á landsbyggðinni, ekki síst í sjávarplássum. Hagfræðingurinn á varla erfitt með að reikna það út. Reyndar liggja þessar tölur fyrir og sýna að verðmætasköpunin er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Arðurinn hefur komið sér vel fyrir íslenska þjóð og verið notaður meðal annars til að halda úti starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Þröstur var lengi í forsvari. Svo ekki sé talað um fjárflæðið í nýja tónlistarhúsið í Reykjavík. Það er því rangt að halda því fram að landsbyggðin sé baggi á þjóðfélaginu og eigi ekki rétt á framlögum frá ríkinu til að halda uppi lögbundinni grunnþjónustu. Hjáseta landsbyggðarinnar Það er engin innistæða fyrir orðum hagfræðingsins um að landsbyggðin ætli sér ekki að taka þátt í að endurreisa Ísland. Landsbyggðin mun axla sína ábyrgð, annað stendur ekki til þrátt fyrir að landsbyggðin hafi að litlu leyti verið þátttakandi í því rugli sem viðgekkst á Íslandi í fjárfestingum og sjóðarugli á þeim áratug sem nú er að líða. Hagfræðingnum er vel kunnugt um póstnúmer þenslunnar og óráðsíunnar. Ef ekki, skal ég fræða hann um það og leggja fram upplýsingar sem staðfesta að landsbyggðin greiðir fyrir alla þá þjónustu sem hún fær og rúmlega það með sínum útflutningstekjum. Eigum rétt á grunnþjónustu Er óeðlilegt að farið sé eftir lögum frá Alþingi og öllum þegnum lýðveldisins bjóðist heilbrigðisþjónusta og gott aðgengi að framhaldsskólum? Af skrifum hagfræðingsins að dæma er þetta lúxusþjónusta sem á að vera í boði fyrir þá sem búa við Faxaflóann, skítt með hina. „Hefjum borgríkið á loft" kveður spámaðurinn. Þessu er ég að sjálfsögðu gjörsamlega ósammála. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að menn búi við heilbrigðisþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum. Það er ekki verið að tala um að hátæknisjúkrahús séu í hverju héraði. Menn eru að tala um eðlilega heilbrigðisþjónustu með aðgengi að hátæknisjúkrahúsum á Akureyri og í Reykjavík. Svo er það þannig að við sem búum á landsbyggðinni höfum áhuga á að hafa skóla og læra að skrifa og reikna í okkar heimabyggð með aðgengi að framhaldsskólum burt séð frá skoðunum hagfræðingsins. Verði vegið frekar að þessum grunnþáttum á landsbyggðinni verður brugðist við því með viðeigandi hætti, því skal ég lofa hagfræðingnum. Gleymum því heldur ekki að það hefur þegar átt sér stað mikill niðurskurður í velferðarþjónustunni, ekki síst á landsbyggðinni. Meðal annars hefur fæðingardeildum og skurðstofum verið lokað í sparnaðarskyni en hagfræðingurinn grínast með þessi atriði í skrifum sínum, sem er honum ekki sæmandi. Ráðdeild og sparnaður borgar sig Ég er sammála hagfræðingnum hvað það varðar, að við búum í auðugu landi og ríkið verður á hverjum tíma að sýna ráðdeild og sparnað í ríkisútgjöldum. Með það að leiðarljósi verða stjórnvöld að forgangsraða verkefnum og tryggja jafnan og sanngjarnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnu burt séð frá búsetu og hvaðan tekjurnar koma. Við eigum að líta á okkur sem eina þjóð, eða eins og hagfræðingurinn orðaði það svo vel í grein sinni: „Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið 1. desember, það er á fullveldisdegi Íslendinga. Þar boðar hann nýja og hrokafulla sýn á framtíð þjóðarinnar, greinin er auk þess full af fordómum í garð landsbyggðarinnar. Hann undrast mjög ofsóknarkrossferð fólks gegn hugmyndum stjórnvalda um að rústa heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og talar jafnframt um fádæma herferð byggðarlaga með undirleik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðsbrest. Hvað Þresti gengur til með þessum skrifum er ekki vitað nema hann hafi ákveðið að koma út úr skápnum á fullveldisdeginum og tjá sig opinberlega um skoðun sína á landsbyggðinni og fólkinu sem þar býr. Fólki sem er þessa dagana að berjast fyrir tilverurétti sínum og lágmarksöryggi. Reyndar átti ég tal við Þröst fyrir nokkrum árum um byggðamál og veit því hvaða hug hann ber til byggðarlaga út á landi. Byggðalaga sem með framleiðslu sinni hafa skapað gjaldeyri fyrir þjóðina en verðmætasköpun er víða mikil á landsbyggðinni, ekki síst í sjávarplássum. Hagfræðingurinn á varla erfitt með að reikna það út. Reyndar liggja þessar tölur fyrir og sýna að verðmætasköpunin er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Arðurinn hefur komið sér vel fyrir íslenska þjóð og verið notaður meðal annars til að halda úti starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Þröstur var lengi í forsvari. Svo ekki sé talað um fjárflæðið í nýja tónlistarhúsið í Reykjavík. Það er því rangt að halda því fram að landsbyggðin sé baggi á þjóðfélaginu og eigi ekki rétt á framlögum frá ríkinu til að halda uppi lögbundinni grunnþjónustu. Hjáseta landsbyggðarinnar Það er engin innistæða fyrir orðum hagfræðingsins um að landsbyggðin ætli sér ekki að taka þátt í að endurreisa Ísland. Landsbyggðin mun axla sína ábyrgð, annað stendur ekki til þrátt fyrir að landsbyggðin hafi að litlu leyti verið þátttakandi í því rugli sem viðgekkst á Íslandi í fjárfestingum og sjóðarugli á þeim áratug sem nú er að líða. Hagfræðingnum er vel kunnugt um póstnúmer þenslunnar og óráðsíunnar. Ef ekki, skal ég fræða hann um það og leggja fram upplýsingar sem staðfesta að landsbyggðin greiðir fyrir alla þá þjónustu sem hún fær og rúmlega það með sínum útflutningstekjum. Eigum rétt á grunnþjónustu Er óeðlilegt að farið sé eftir lögum frá Alþingi og öllum þegnum lýðveldisins bjóðist heilbrigðisþjónusta og gott aðgengi að framhaldsskólum? Af skrifum hagfræðingsins að dæma er þetta lúxusþjónusta sem á að vera í boði fyrir þá sem búa við Faxaflóann, skítt með hina. „Hefjum borgríkið á loft" kveður spámaðurinn. Þessu er ég að sjálfsögðu gjörsamlega ósammála. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að menn búi við heilbrigðisþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum. Það er ekki verið að tala um að hátæknisjúkrahús séu í hverju héraði. Menn eru að tala um eðlilega heilbrigðisþjónustu með aðgengi að hátæknisjúkrahúsum á Akureyri og í Reykjavík. Svo er það þannig að við sem búum á landsbyggðinni höfum áhuga á að hafa skóla og læra að skrifa og reikna í okkar heimabyggð með aðgengi að framhaldsskólum burt séð frá skoðunum hagfræðingsins. Verði vegið frekar að þessum grunnþáttum á landsbyggðinni verður brugðist við því með viðeigandi hætti, því skal ég lofa hagfræðingnum. Gleymum því heldur ekki að það hefur þegar átt sér stað mikill niðurskurður í velferðarþjónustunni, ekki síst á landsbyggðinni. Meðal annars hefur fæðingardeildum og skurðstofum verið lokað í sparnaðarskyni en hagfræðingurinn grínast með þessi atriði í skrifum sínum, sem er honum ekki sæmandi. Ráðdeild og sparnaður borgar sig Ég er sammála hagfræðingnum hvað það varðar, að við búum í auðugu landi og ríkið verður á hverjum tíma að sýna ráðdeild og sparnað í ríkisútgjöldum. Með það að leiðarljósi verða stjórnvöld að forgangsraða verkefnum og tryggja jafnan og sanngjarnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnu burt séð frá búsetu og hvaðan tekjurnar koma. Við eigum að líta á okkur sem eina þjóð, eða eins og hagfræðingurinn orðaði það svo vel í grein sinni: „Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð."
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun