Erlent

Aung San sleppt eftir kosningar í Burma

Óli Tynes skrifar
Aung San Suu Kyi
Aung San Suu Kyi

Ráðherra í Burma hefur sagt að Aung San Suu Kyi leiðtoga stjórnarandstöðunnar verði sleppt úr stofufangelsi í nóvember næstkomandi.

Það verður mánuði eftir fyrstu þingkosningar sem fram hafa farið í landinu í tvo áratugi. Aung San hefur setið í stofufangelsi í fjórtán af síðustu tuttugu árum.

Í ágúst síðastliðnum var hún dæmd í átján mánaða stofufangelsi til viðbótar eftir að bandarískur maður heimsótti synti yfir stöðuvatn að heimili hennar.

Þá þótti sýnt að herforingjastjórnin vildi taka hana úr umferð fyrir þingkosningarnar.

Flokkur Aung San vann stórsigur í kosningum árið 1990. Herforingjastjórnin neitaði að viðurkenna kosningarnar og hefur síðan verið að brölta við að halda henni frá stjórnmálum.

Aung San er handhafi friðarverðlauna Nóbels.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×