Jónína: „Hótaði ekki - talaði bara götumál sem útrásarvíkingar skilja“ Hafsteinn Hauksson skrifar 14. nóvember 2010 18:46 Jónína Benediktsdóttir beitti verulegum þrýstingi á forstjóra Kaupþings vegna fjármuna sem hún taldi sig eiga inni hjá bankanum. Hún þvertekur þó fyrir að hafa beitt fjárkúgun. Allt að sex ára fangelsi liggur við slíku broti. Í nýrri bók sinni segir Jónína Benediktsdóttir að hún hafi handsalað samning við Hreiðar Má Sigurðsson, þáverandi forstjóra Kaupþings, um að bankinn keypti af henni fasteign í Bryggjuhverfinu á 70 milljónir króna. Með slíku lausafé hefði hún getað gert upp skuldir vegna fyrirtækis síns, Planet Pulse, og átt afgang fyrir sjálfa sig. Í bókinni birtir hún samning frá febrúar 2003 um 3 milljóna króna lán án veða sem bankinn veitti henni og hún segir að hafi verið til staðfestingar á fasteignakaupunum. Síðar segir hún Hreiðar hafa hætt við kaupin og hafi hún þá reiðst mjög og talið að Jón Ásgeir hafi átt þar hlut að máli. Síðar hafi hún farið á fund Hreiðars og ýjað að því að hún myndi kjafta frá um Hreiðar og spurt hann hvort konan hans vissi hvað hann væri að gera í utanlandsferðum sínum. Síðar fór hún með kvaðningar til Hreiðars sem tengdu forkólfa í viðskiptalífinu við gleðskap á snekkju Jóns Ásgeirs árið 2001 þar sem gleðikonur eru sagðar hafa verið viðstaddar og spurði hvort hún ætti frekar að fara með þær í fjölmiðla. Eftir þetta fékk Jónína bréf frá Kaupþing þar sem henni er tilkynnt að 3 milljóna lánið, sem hún segir að hafi verið greiðsla vegna fasteignakaupanna sem ekki gengu í gegn, hafi verið afskrifað hjá bankanum. Í hegningarlögum er lagt allt að sex ára fangelsi við því að hafa fé af öðrum með því að hóta að hafa uppi sakburð um vansæmandi háttsemi hans, þótt sannur sé, en slík brot fyrnast á tíu árum. Hvorki lögregla né ríkissaksóknari vildu tjá sig neitt um málið, en eftir því sem fréttastofa kemst næst mun fátítt að mál af þessum toga séu tekin til rannsóknar nema kæra liggi fyrir. Jónína vildi ekki veita fréttastofu viðtal, en útilokaði þó með öllu að í orðum hennar hefði falist hótun í garð Hreiðars, að hún hefði beitt hann kúgunum eða brotið lög. Hún hafi reynt allt annað og að lokum hafi hún talað það götustrákamál sem þessir menn skildu. Tengdar fréttir Björn Bjarnason fundaði með Baugsmönnum: Gunnar Smári bitbeinið Jónína Benediktsdóttir fullyrðir í nýútkominni ævisögu sinni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi fundað með Hannesi Hólmsteini. Þá hitti Björn Bjarnason aðstoðarmann Jóns Ásgeirs árið 2005, á hápunkti Baugsmálsins. 13. nóvember 2010 19:38 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir beitti verulegum þrýstingi á forstjóra Kaupþings vegna fjármuna sem hún taldi sig eiga inni hjá bankanum. Hún þvertekur þó fyrir að hafa beitt fjárkúgun. Allt að sex ára fangelsi liggur við slíku broti. Í nýrri bók sinni segir Jónína Benediktsdóttir að hún hafi handsalað samning við Hreiðar Má Sigurðsson, þáverandi forstjóra Kaupþings, um að bankinn keypti af henni fasteign í Bryggjuhverfinu á 70 milljónir króna. Með slíku lausafé hefði hún getað gert upp skuldir vegna fyrirtækis síns, Planet Pulse, og átt afgang fyrir sjálfa sig. Í bókinni birtir hún samning frá febrúar 2003 um 3 milljóna króna lán án veða sem bankinn veitti henni og hún segir að hafi verið til staðfestingar á fasteignakaupunum. Síðar segir hún Hreiðar hafa hætt við kaupin og hafi hún þá reiðst mjög og talið að Jón Ásgeir hafi átt þar hlut að máli. Síðar hafi hún farið á fund Hreiðars og ýjað að því að hún myndi kjafta frá um Hreiðar og spurt hann hvort konan hans vissi hvað hann væri að gera í utanlandsferðum sínum. Síðar fór hún með kvaðningar til Hreiðars sem tengdu forkólfa í viðskiptalífinu við gleðskap á snekkju Jóns Ásgeirs árið 2001 þar sem gleðikonur eru sagðar hafa verið viðstaddar og spurði hvort hún ætti frekar að fara með þær í fjölmiðla. Eftir þetta fékk Jónína bréf frá Kaupþing þar sem henni er tilkynnt að 3 milljóna lánið, sem hún segir að hafi verið greiðsla vegna fasteignakaupanna sem ekki gengu í gegn, hafi verið afskrifað hjá bankanum. Í hegningarlögum er lagt allt að sex ára fangelsi við því að hafa fé af öðrum með því að hóta að hafa uppi sakburð um vansæmandi háttsemi hans, þótt sannur sé, en slík brot fyrnast á tíu árum. Hvorki lögregla né ríkissaksóknari vildu tjá sig neitt um málið, en eftir því sem fréttastofa kemst næst mun fátítt að mál af þessum toga séu tekin til rannsóknar nema kæra liggi fyrir. Jónína vildi ekki veita fréttastofu viðtal, en útilokaði þó með öllu að í orðum hennar hefði falist hótun í garð Hreiðars, að hún hefði beitt hann kúgunum eða brotið lög. Hún hafi reynt allt annað og að lokum hafi hún talað það götustrákamál sem þessir menn skildu.
Tengdar fréttir Björn Bjarnason fundaði með Baugsmönnum: Gunnar Smári bitbeinið Jónína Benediktsdóttir fullyrðir í nýútkominni ævisögu sinni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi fundað með Hannesi Hólmsteini. Þá hitti Björn Bjarnason aðstoðarmann Jóns Ásgeirs árið 2005, á hápunkti Baugsmálsins. 13. nóvember 2010 19:38 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Björn Bjarnason fundaði með Baugsmönnum: Gunnar Smári bitbeinið Jónína Benediktsdóttir fullyrðir í nýútkominni ævisögu sinni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi fundað með Hannesi Hólmsteini. Þá hitti Björn Bjarnason aðstoðarmann Jóns Ásgeirs árið 2005, á hápunkti Baugsmálsins. 13. nóvember 2010 19:38