Erlent

Afganskur hermaður drap þrjá breska hermenn

Óli Tynes skrifar
Breskir hermenn í Afganistan.
Breskir hermenn í Afganistan.

Afganskur hermaður skaut þrjá breska hermernn til bana í Helmand hérði í gær. Með því hafa 279 breskir hermenn fallið í átökum í Afganistan.

Talið er að Bretarnir hafi verið úr Gurkasveitum breska hersins. Fréttir af þessu eru óljósar ennþá og ekki hefur verið skýrt frá því hvað varð um afganska hermanninn.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur atburður gerist.

Herstjórn NATO hefur talsverðar áhyggjur af því að liðsmenn talibana skrái sig í herinn til þess einmitt að veikja traust á afgönskum hermönnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×