Erlent

Árásum á Bandaríkin hótað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Osama Bin Laden er sagður hóta árásum. Mynd/ AFP.
Osama Bin Laden er sagður hóta árásum. Mynd/ AFP.
Frekari árásum á Bandaríkin er hótað í myndskeiði ef stjórnvöld þar halda áfram að styðja Ísraelsríki. Myndskeiðið er sagt vera frá Osama Bin Laden.

Í myndskeiðinu sem var nýlega birt á al-Jazeera fréttastöðinni lýsir Bin Laden ábyrgð á hryðjuverkatilræðinu í flugvél í Detroit á jóladag á hendur al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. „Ef það væri mögulegt fyrir okkur að koma skilaboðum áleiðis í orðum þá þyrftum við ekki að færa þau með flugvélum," segir í myndskeiðinu.

Fréttastofa BBC segir að tæknimenn hafi ekki staðfest að það sé í raun Bin Laden sem talar á myndskeiðinu.

Fram kom í breska blaðinu Daily Telegraph í gær að bandarísk yfirvöld telji að hryðjuverkahópar tengdir al-Qaeda hafi þjálfað konur með vestræn vegabréf til að ráðast á vestræn ríki. Bretar hafi einnig hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hryðjuverkaógnarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×