Button: Tímatakan í Mónakó verður erfið 12. maí 2010 14:25 Jenson Button ásamt kærustu sinni Jessicu Mishibata. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Jenson Button hjá McLaren telur að tímatakan í Mónakó verði mjög erfið, sérlega fyrsta umferðin þar sem 24 keppendur munu aka í brautinni á sama 20 mínútna kafla. Það verður því þrautin þyngri að finna réttan tíma til að aka brautina og gæti orðið eins og happadrætti að ná góðum tíma. "Þetta verður erfitt fyrir alla. Í hefðbundinni tímatöku getur maður reynt aftur eftir hringur gengur ekki upp sem skyldi, en ég held að maður verði bara að keyra hring eftir hring í fyrstu umferðinni. Hún verður erfið og einhverjir okkar verða reiðir og ekki sáttir, en við munum höndla aðstæður", sagði Button í frétt á vefsíðu autosport. Felipe Massa telur að betra hefði verið að skipta um tímatökunni í fyrstu umferð. "Ef maður nær ekki góðum hring, þá er það ekki gamanmál. Þetta er versta brautin hvað þetta varðar, en fyrsta umferðin verður verulegt vandamál. Það hefði verið gaman að hafa öðruvísi uppsetningu, þannig að allir fengju jafna möguleika á árangri, en það verður erfitt að ná hring án þess að einhver trufli aksturinn", sagði Massa. Ökumenn á hægari bílum eru ekki eins ósáttir og toppmennirnir, en Jarno Trulli ekur hjá Lotus. "Það getur allt gerst í Mónakó, jafnvel þó við séum langt á eftir toppliðunum. Það er nóg að ná einum góðum hring, ef eknir eru margir hringir í sífellu. Það verður erfiðara fyrir okkur, en í Mónakó ættum við að eiga meiri sjéns", sagði Trulli. Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Jenson Button hjá McLaren telur að tímatakan í Mónakó verði mjög erfið, sérlega fyrsta umferðin þar sem 24 keppendur munu aka í brautinni á sama 20 mínútna kafla. Það verður því þrautin þyngri að finna réttan tíma til að aka brautina og gæti orðið eins og happadrætti að ná góðum tíma. "Þetta verður erfitt fyrir alla. Í hefðbundinni tímatöku getur maður reynt aftur eftir hringur gengur ekki upp sem skyldi, en ég held að maður verði bara að keyra hring eftir hring í fyrstu umferðinni. Hún verður erfið og einhverjir okkar verða reiðir og ekki sáttir, en við munum höndla aðstæður", sagði Button í frétt á vefsíðu autosport. Felipe Massa telur að betra hefði verið að skipta um tímatökunni í fyrstu umferð. "Ef maður nær ekki góðum hring, þá er það ekki gamanmál. Þetta er versta brautin hvað þetta varðar, en fyrsta umferðin verður verulegt vandamál. Það hefði verið gaman að hafa öðruvísi uppsetningu, þannig að allir fengju jafna möguleika á árangri, en það verður erfitt að ná hring án þess að einhver trufli aksturinn", sagði Massa. Ökumenn á hægari bílum eru ekki eins ósáttir og toppmennirnir, en Jarno Trulli ekur hjá Lotus. "Það getur allt gerst í Mónakó, jafnvel þó við séum langt á eftir toppliðunum. Það er nóg að ná einum góðum hring, ef eknir eru margir hringir í sífellu. Það verður erfiðara fyrir okkur, en í Mónakó ættum við að eiga meiri sjéns", sagði Trulli.
Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira