Lífið

Syngja dúett í Beðmálum

Leona Lewis.
Leona Lewis.

Söngkonurnar Jennifer Hudson og Leona Lewis hafa sent frá sér lagið Love is Your Colour þar sem þær syngja dúett. Lagið verður að finna í kvikmyndinni Sex and the City 2 sem er væntanleg í kvikmyndahús í sumar.

Hudson átti lag í fyrri myndinni og kemur því ekki á óvart að hún endurtaki leikinn í framhaldinu. Lewis er aftur á móti nýliði þegar Beðmálin í borginni eru annars vegar. Hún hefur áður átt lög í myndunum Avatar og Previous.

Þær Carrie, Samantha, Charlotte og Miranda verða sem fyrr í sviðsljósinu í Sex and the City 2 og auðvitað kemur Mr. Big líka við sögu.

Lagið má heyra hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.