Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag ríkisins lækkar að nýju

Skuldatryggingaálag ríkisins lækkaði í dag frá gærdeginum að því er kemur fram í daglegu fréttayfirliti frá gagnaveitunni CMA. Lækkunin nemur tæpum 4%.

Skuldatryggingaálagið stendur nú í 640 punktum og lækkaði um 26 punta milli daga. Álagið hefur annars stöðugt hækkað frá því að forseti Íslands ákvað að vísa Icesave-málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hæst fór álagið fyrir skömmu í 720 punkta.

Þessi þróun er í samræmi við skuldatryggingaálag hjá öðrum þjóðum. Þannig lækkaði álagið hjá Grikklandi um svipaða prósentutölu og er nú komið í 373 punkta.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð í 640 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram 6,4% af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli næstu 5 árin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×