Lífið

Björk helsti áhrifavaldur Bond-píunnar Gemmu

Bond-pían Gemma Arterton nefnir Björk Guðmundsdóttur sem einn af þremur helstu áhrifavöldunum í lífi sínu.
Bond-pían Gemma Arterton nefnir Björk Guðmundsdóttur sem einn af þremur helstu áhrifavöldunum í lífi sínu.

Björk Guðmundsdóttir er einn helsti áhrifavaldur bresku leikkonunnar Gemmu Arterton. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Guardian. Arterton lék Bond-stúlkuna Strawberry Fields í Quantum of Solace og er á góðri leið með að verða ein helsta stjarna breskrar kvikmyndagerðar

Hún leikur aðalhlutverkin í stórmyndunum Clash of the Titans sem hefur rakað inn seðlum beggja vegna Atlantshafsins og svo auðvitað Prince of Persia þar sem Arterton leikur meðal annars á móti Gísla Erni Garðarssyni.

Arterton segir að Björk og frammistaða hennar í Dancer in the Dark hafi breytt lífi sínu. „Ég var alltaf með leiklistina sem áhugamál. En þegar ég var sextán ára sá ég myndir sem snerust ekki bara um að dansa, syngja og hlaupa um."



Arterton segir að Björk og frammistaða hennar í Dancer in the Dark hafi breytt lífi sínu.

„Ég sá Dancer in the Dark, var á þeim tíma alveg rosalegur Bjarkar-aðdáandi og fannst því alveg gráupplagt að sjá þá mynd. Hún breytti lífi mínu, ég hugsaði með mér, henni tókst þetta og hún er söngkona, hvernig gerði hún þetta eiginlega?" segir Arterton í viðtalinu.

Leikkonan tilnefnir tvo aðra listamenn sem hafa haft mikil áhrif á hana og Björk er svo sannarlega í góðum hópi. Því þetta eru þau Sir Ben Kingsley sem Gemma leikur einmitt á móti í Prince of Persia og svo Elizabeth Taylor, goðsögnin sjálf.- fgg

Hér má sjá myndband þar sem aðdáandi Gemmu klippir saman helstu senur hennar sem Strawberry Fields.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.