Handbolti

Frakkar í fimmta sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mariama Signate tekur skot að marki í leiknum í dag.
Mariama Signate tekur skot að marki í leiknum í dag. Nordic Photos / AFP
Frakkland varð í fimmta sæti á EM í handbolta eftir sigur á Svartfellingum, 23-19, í dag.

Frakkar unnu þar með sinn fimmta leik í röð á mótinu en liðið byrjaði illa og tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni, fyrir Noregi og Ungverjalandi.

Þær frönsku höfðu nokkra yfirburði í dag og voru með sjö marka forystu í hálfleik, 12-5.

Munurinn varð mestur snemma í síðari hálfleik er Frakkar komust í 16-6 forystu.

Síðar í dag fara fram undanúrslitin á EM í handbolta. Klukkan 13.30 eigast við Rúmenía og Svíþjóð og klukkan 16.00 gestgjafarnir Danmörk og Noregur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×