Erlent

BP segist hafa stöðvað olíulekann

Breski olíurisinn BP segist hafa tímabundið stoppað olíuna sem lekur í Mexíkó flóa. Er það í fyrsta skipti olía hættir að leka í flóann frá því að borpallur brann og sökk í apríl.

Borholunni hefur verið lokað í tilraunaskyni og er talið að lausnin gæti haldið í allt að tvo daga. Lagt er áherslu á að ef úrræðið heldur lengur en í tvo daga, að það þá þýði það alls ekki, að lokað hafi varanlega fyrir lekann, segir í frétt BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×