Formaður FLE: „Ef álitin eru röng þá hafa menn ekki staðið sig vel“ 12. maí 2010 10:43 Í stefnunni segir að Sigurður B. Arnþórsson hafi verið sá endurskoðandi hjá PwC sem helst bar ábyrgð á vinnu PwC fyrir Glitni. „Ég hef ekki náð að kynna mér þessi mál til þess að átta mig almennilega á því hver eðlileg viðbrögð eru," segir Þórir Ólafsson, formaður félags löggiltra endurskoðenda (FLE) spurður hvort stjórnin ætli að bregðast við því að framkvæmdarstjóri félagsins, Sigurður B. Arnþórsson, er sérstaklega nefndur í stefnu slitanefnd Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. PricewaterhouseCoopers (PwC) hefur einnig verið stefnt fyrir að brjóta gegn starfsskyldum sínum í störfum fyrir Glitni seinnihluta ársins 2007 að því er segir í stefnu þeirri sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fyrir dómstóli í New York og birt er á vefsíðu slitastjórnarinnar. „Félagið (FLE) tekur þetta eflaust til umfjöllunar," segir Þórir sem vinnur einnig hjá PricewaterhouseCoopers. Í stefnu Glitnis koma fram ásakanir um slæm vinnubrögð PwC. Í stefnunni má nefna að PwC hafi vitað að ein af skýrslum þeirra væri fölsk hvað staðreyndir varðar. PwC varð ekki við kröfum Fjármálaeftirlitsins (FME) um að greina á réttann hátt frá tengdum aðilum bankans fyrir skuldabréfaútboðið í New York sem greint er frá í annarri frétt hér á síðunni. PwC gaf út yfirlýsingar sem beinlínís voru rangar. Í stefnunni segir að Sigurður B. Arnþórsson hafi verið sá endurskoðandi hjá PwC sem helst bar ábyrgð á vinnu PwC fyrir Glitni. Sigurður hafi m.a. staðið að undirbúningnum fyrir skuldabréfaútboð og hafi skrifað undir skýrslu PwC til FME um útboðið og þá skýrslu sem fylgdi með útboðinu í New York. Þórir segir að það sé hugsanlegt að menn dragi sig til hlés séu málsatvik með þeim hætti.„Ef álitin eru röng þá hafa menn ekki staðið sig vel," segir Þórir sem rekur þann varnagla að hann hafi ekki séð skýrslu Glitnis og geti því ekki tjáð sig efnislega um málið. Tengdar fréttir Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis. 12. maí 2010 09:23 Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann." 12. maí 2010 08:24 Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
„Ég hef ekki náð að kynna mér þessi mál til þess að átta mig almennilega á því hver eðlileg viðbrögð eru," segir Þórir Ólafsson, formaður félags löggiltra endurskoðenda (FLE) spurður hvort stjórnin ætli að bregðast við því að framkvæmdarstjóri félagsins, Sigurður B. Arnþórsson, er sérstaklega nefndur í stefnu slitanefnd Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. PricewaterhouseCoopers (PwC) hefur einnig verið stefnt fyrir að brjóta gegn starfsskyldum sínum í störfum fyrir Glitni seinnihluta ársins 2007 að því er segir í stefnu þeirri sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fyrir dómstóli í New York og birt er á vefsíðu slitastjórnarinnar. „Félagið (FLE) tekur þetta eflaust til umfjöllunar," segir Þórir sem vinnur einnig hjá PricewaterhouseCoopers. Í stefnu Glitnis koma fram ásakanir um slæm vinnubrögð PwC. Í stefnunni má nefna að PwC hafi vitað að ein af skýrslum þeirra væri fölsk hvað staðreyndir varðar. PwC varð ekki við kröfum Fjármálaeftirlitsins (FME) um að greina á réttann hátt frá tengdum aðilum bankans fyrir skuldabréfaútboðið í New York sem greint er frá í annarri frétt hér á síðunni. PwC gaf út yfirlýsingar sem beinlínís voru rangar. Í stefnunni segir að Sigurður B. Arnþórsson hafi verið sá endurskoðandi hjá PwC sem helst bar ábyrgð á vinnu PwC fyrir Glitni. Sigurður hafi m.a. staðið að undirbúningnum fyrir skuldabréfaútboð og hafi skrifað undir skýrslu PwC til FME um útboðið og þá skýrslu sem fylgdi með útboðinu í New York. Þórir segir að það sé hugsanlegt að menn dragi sig til hlés séu málsatvik með þeim hætti.„Ef álitin eru röng þá hafa menn ekki staðið sig vel," segir Þórir sem rekur þann varnagla að hann hafi ekki séð skýrslu Glitnis og geti því ekki tjáð sig efnislega um málið.
Tengdar fréttir Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis. 12. maí 2010 09:23 Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann." 12. maí 2010 08:24 Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis. 12. maí 2010 09:23
Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann." 12. maí 2010 08:24
Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent