Erlent

Húðstrýkt og skotin fyrir kynmök

Óli Tynes skrifar
Konur eru réttlausar þar sem talibanar ráða ríkjum.
Konur eru réttlausar þar sem talibanar ráða ríkjum.

Talibanar í Afganistan hafa myrt 48 ára gamla ekkju fyrir að hafa kynmök utan hjónabands. Meintur elskhugi hennar komst undan.

Konan var dregin fyrir dóm talibana og þar fundin sek af ákæru um að hafa stundað kynlíf með manni sem hún ekki var gift. Ekki var upplýst um hvort maðurinn væri í hjónabandi.

Aftakan fór svo fram opinberlega í gær. Fyrst var kona húðstrýkt og fékk marga tugi högga. Að því loknu var hún skotin í höfuðið.

Meðan þeir voru við völd í Afganistan refsuðu talibanar fólki sem hafði kynmök utan hjónabands með því að húðstrýkja það og jafnvel grýta í hel.

Það var ætíð gert opinberlega og almenningur hvattur til að mæta og sjá brotafólkið taka út refsingu sína.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×