Erlent

Beyonce sigurvegari Grammy hátíðarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Beyonce var sigurvegari hátíðarinnar. Mynd/ AFP.
Beyonce var sigurvegari hátíðarinnar. Mynd/ AFP.
Poppsöngkonan Beyonce hlaut flest verðlaun allra á Grammy verðlaunahátíðinni sem haldin var í nótt. Hún hlaut sex verðlaun. 

Næst á eftir Beyonce kom Taylor Swift með fern verðlaun, en hljómsveitin Black Eyed Peas, Jay-Z og Kings of Leon unnu öll þrenn verðlaun hver, og Lady GaGa og Eminem unnu tvenn.

Aldrei áður hefur ein og sama söngkonan unnið fleiri verðlaun á einu ári en Beyonce, en hún hefur í heildina unnið sextán verðlaun.

Beyonce hlaut meðal annars verðlaun fyrir besta R&B lagið í nótt. Hún var hrærð þegar að hún tók á móti verðlaunum sínum. Hún þakkaði aðstandendum Grammy verðlaunanna, eiginmanni sínum og fjölskyldu fyrir stuðninginn.

Á verðlaunaafhendingunni tóku Paris og Prince Jackson, börn poppgoðsins Michaels Jackson, á móti heiðursverðlaunum fyrir hönd föður þeirra en hann lést í júní á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×