Erlent

Allsherjarverkfall veldur miklum truflunum í Frakklandi

Búast má við miklum truflunum á daglegu lífi fólks í Frakklandi í dag en boðað hefur verið til allsherjarverkfalls í sólarhring til að mótmæla áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur launþega landsins.

Verkfallið hófst að hluta til í gær þegar hluti af grunnskólakennurum landsins lagði niður vinnu sína.

Samkvæmt frétt um málið á BBC er reiknað með að aðeins helmingur af lestarkerfi Frakklands keyri í dag og frönsk flugmálayfirvöld hafa beðið öll flugfélög sem eru með áætlunarferðir til Parísar að draga verulega úr þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×