Erlent

Bíræfið skartgriparán hjá Carties í Róm

Bíræfið skartgriparán var fram hjá Cartier versluninni í Róm í gærdag.

Tveir velklæddir og vel tilhafðir menn á fertugsaldri gengu inn í verslunina, sem stendur við Via Condotti götuna, og báðu um að fá að sjá dýrasta demantshringinn sem til væri í versluninni.

Þegar þeir fengu hringinn í hendur tóku þeir á rás út úr búðinni með hann og í flóttabíl sem beið fyrir utan. Verðmæti hringsins er hálf milljón evra eða um 78 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×