Slitastjórn Kaupþings heldur nú utanum tæplega 30% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista. Upphaflegu kaupin á þeim hlut eru m.a. til rannsóknar hjá Serious Fraud Office, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar.
Í frétt á Reuters um sölutölurnar hjá JJB Sports kemur fram að forstjóri keðjunnar eða starfandi stjórnarformaður, David Jones, muni láta af störfum í lok mánaðarins. Hann verður þó áfram viðloðandi reksturinn sem stjórnarmaður. Ástæða þess að Jones lætur af störfum er að hann þjáist af Parkinson veikinni.
Við opnun markaða í dag voru hlutir í JJB Sports skráðir á 21,5 pens og verðmatið á keðjunni þar með 140 milljónir punda. Því má reikna út að andvirði hlutar Kaupþings sé hátt í 8,5 milljarðar kr.