Erlent

Óhrekjandi sannanir um Farc bækistöðvar í Venesúela

Varnarmálaráðherra Kólombíu segir að stjórnvöld þar í landi hafi nú óhrekjandi sannanir fyrir því að skæruliðar eins og Farc samtökin eigi sér bækistöðvar í nágrannalandinu Venesúela.

Ráðherrann bætti því við að tilvist þessara bækistöðva væri bein ógnun við öryggi Kólombíu. Orð ráðherrans þykja merki um að stjórnvöld í Kolómbíu hafi gefist upp á að reyna að fá stjórnvöld í Venesúela til að fjarlægja þessar bækistöðvar eftir diplómatískum leiðum, að því er segir í frétt um málið á BBC.

Ekki er talið að Hugo Chavez leiðtogi Venesúela taki þessari stefnubreytingu fagnandi. Chavez hefur lengi legið undir grun um að styðja baráttu Farc.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×