Erlent

Höfundur Bjargvættarins í grasinu er látinn

Bandaríski rithöfundurinn JD Salinger lést í dag, 91 árs að aldri. Salinger er frægastur fyrir bók sína The Catcher In The Rye, sem hét Bjargvætturinn í grasinu í þýðingu Flosa Ólafssonar. Salinger forðaðist sviðsljósið eins og heitan eldinn og lést hann á heimili sínu í New Hampshire af eðlilegum orsökum, að sögn sonar hans.

The Catcher In The Rye kom fyrst út í bandaríkjunum árið 1951 og er hún talin til áhfrifamestu skáldverka Bandaríkjanna fyrr og síðar. Skömmu eftir að bókin kom út dró Salinger sig hinsvegar að mestu í hlé þrátt fyrir að hafa skrifað þrjár aðrar skáldsögur kom sú síðasta út árið 1965. Vinir hans og fjölskylda segja hinsvegar að í peningaskáp á heimili hans bíði 15 fullkláraðar skáldsögur birtingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×