Erlent

Vilja kaupa frið af talibönum

Óli Tynes skrifar
Ahmed Karzai forseti Afganistans.
Ahmed Karzai forseti Afganistans.

Ætlunin er að kaupa talibana til friðar með því að bjóða þeim ræktarland og peninga til þess að koma undir sig fótunum.

Ekki er ætlunin að reyna að ná til leiðtoganna heldur að fá almenna fótgönguliða til þess að yfirgefa hreyfinguna.

Reikna má með að þetta kosti milljarða dollara sem Afganistan á að sjálfsögðu ekki í sínum ríkiskassa. Ahmed Karzai forseti vonast til að fá Vesturlönd til þess að borga brúsann.

Vitað er að nokkur stuðningur er við þetta á Vesturlöndum. Í síðustu viku sagði til dæmis utanríkisráðherra Þýskalands að leiðin til þess að sigra talibana væri ekki að drepa þá heldur að ná við þá sáttum.

Ríkisstjórn Afganistans hefur lengi boðið talibönum vernd, land og vinnu ef þeir sneru frá villu síns vegar.

Það hafa hinsvegar verið litlir peningar á bakvið það og árangurinn hefur verið takmarkaður.

Ekki hafa þó allir trú á þessari ráðagerð. Prins Ali Seraj sem stýrir Þjóðarnefnd um sátt milli ættbálka landsins telur hana dauðadæmda.

-Ef þú býðir peninga og land í fátæki landi eins og Afganistan munu þrjátíu milljónir manna fara í biðröð.

-Það er ekki til nein skrá yfir talibana þannig að þú getir sagt, Ahmed komdu hingað og ég skal gefa þér þrjátíu dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×