Erlent

Rifist um björgunarhylkið Fönix

Óli Tynes skrifar
Allir vilja Fönix 2
Allir vilja Fönix 2

Tveir bæir í Chile takast nú á um hvor þeirra eigi meiri rétt á því að geyma björgunarhylkið sem var notað til þess að bjarga námumönnunum 33 úr prísund sinni. Náman er í eyðimörk en næsti bær við hana er Copiapo þar sem margir námumannanna eiga heima. Hann er um 100 kílómetra frá námunni.

Hinn er Talcahuano sem er 2000 kílómetrum sunnan við námuna. Þar er gert tilkall til hylkisins vegna þess að það var smíðað þar í skipasmíðastöð sjóhersins. Það voru raunar smíðuð þrjú björgunarhylki sem fengu nafnið Fönix 1-2 og 3. Aðeins Fönix 2 var notað við björgunina og það er auðvitað hylkið sem báðir bæirnir vilja fá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×