Erlent

Fyrirskipa vörubílstjórum að hætta í verkfalli

Frá Grikklandi
Frá Grikklandi
Grísk stjórnvöld hafa fyrirskipað vörubílstjórum að hætta tafarlaust í verkfalli, en fjórir dagar eru frá því þeir lögðu niður störf.

Víða er farið að bera á vöru- og eldsneytisskorti. Gríska lögreglan notaði táragas gegn bílstjórunum í dag, þegar hundruð þeirra mótmæltu við samgönguráðuneytið í Aþenu. Bílstjórarnir eru ósáttir við áform ríkisstjórnarinnar um að slakað verði á reglum um leyfisgjöld.

Stjórnvöld ætla að lækka gjöldin verulega frá því sem starfandi bílstjórar hafa þurft að greiða. Áformin eru hluti af aðgerðum stjórnvalda í því skyni að afla Grikklandi neyðarlána frá öðrum Evrópuríkjum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×