Erlent

Negldur...yðar hátign

Óli Tynes skrifar

Konungsfjölskyldan í Quatar keypti hina frægu Harrods verslun í Lundúnum fyrir þrem mánuðum.

Þegar meðlimir konungsfjölskyldunnar heimsóttu verslunina í dag lögðu þeir barna-bláum ofurbílum sínum eðlilega fyrir framan aðaldyrnar á þessari nýju eign sinni.

Annar var sérsmíðaður Lamborghini Murcielago LP670-4 SuperVeloce. Hinn var Koenigsegg CCXR.

Barna-blár er einkennislitur konungsfjölskyldunnar og í heimalandinu gera lögregluþjónar sjálfsagt ekki miklar athugasemdir við það hvar þannig litum bílum er lagt.

Stöðumælaverðir í Lundúnum fara hinsvear ekki í manngreiningarálit. Þeir settu umsvifalaust gular læsingar á framhjól tryllitækjanna.

Sem sjálfsagt kosta samanlagt meira en allir stöðumælaverðir Bretlands fá í laun á ári.

Í frétt Daily Mail um þetta er ekki getið um viðbrögð hinna konungbornu bílstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×