Erlent

Tólf skæruliðar felldir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kólumbískir hermenn felldu skæruliðana. Mynd/ AFP.
Kólumbískir hermenn felldu skæruliðana. Mynd/ AFP.
Kólumbíski herinn réðst í morgun á skæruliða úr Farc-hreyfingunni og felldu tólf þeirra. Talið er að þeir sem féllu hafi verið lífverðir Guillermo Saenz, leiðtoga Farc hreyfingarinnar.

Alvarou Uribe, forseti Kólumbíu, fagnaði aðgerðum hersins í dag. „Ég get staðfest að einn af þeim sem var ráðinn af dögum í dag var kona að nafni Magaly. Hún bar ábyrgð á dauða 70 hermanna og lögregluforingja," sagði Uribe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×