Guðmundur Franklín Jónsson:Fitch, Moody‘s ogStandard & Poors 13. apríl 2010 06:00 Þessi ofangreindu matsfyrirtæki gefa skuldabréfum, fjármálaafurðum, fyrirtækjum, bönkum ,ríkjum o.s.frv. matseinkunnir. Öll þessi matsfyrirtæki eiga sameiginlegt að vera rekinn fyrir hámarksávöxtun hluthafa sinna og eru hlutafélög á almennum hlutabréfamarkaði. Moody"s Corp er skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Standard & Poors er partur af McGraw Hill Companies, útgáfurisans sem gefur m.a. út BusinessWeek. McGraw Hill er einnig skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Fitch Ratings er í meirihluta eigu Fimalacs, sem er skráð á kauphöllina í París. Hvernig vinna þessi matsfyrirtæki og fyrir hverja? Matsfyrirtækin vinna eftir pöntunum, þ.a.l. fyrir alla sem vilja kaupa sér mat eða eikunn á einhverju. Þessi matsfyrirtæki leggja einkunnir á þjóðir og sjálfstæð ríki. Hver borgar fyrir það? Bankarnir okkar þrír sem fóru rúllandi á hausinn í október 2008 voru með öll þessi fyrirtæki í vinnu og borguðu matsfyrirtækjunum þremur hundruð milljóna á ári undanfarin ár, fyrir góðar einkunnir. Af hverju vöruðu ekki þessi fyrirtæki heimsbyggðina við þessum íslensku bönkum í tæka tíð? Gaman væri að fá að sjá sundurliðaðan reikning frá þeim fyrir íslensku bankana undanfarin 5 ár. Þessi þrjú matsfyrirtæki vinna fyrir OECD, ESB og öll lönd innan ESB. Einnig vinna öll matsfyrirtækin fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þannig að nú getur hverjum sýnst hvað í samskiptum okkar við þessi fyrirtæki. Einnig verð ég að benda á, að þessi sömu fyrirtæki eru ráðin til þess að gefa einkunnir og eða mat á lánshæfni á nýjum útgáfum hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum á skuldabréfum og öðrum verðbréfum sem bankar fara með í sölu. Þegar það er gert er, þá er kostnaðurinn iðulega settur inn í verðið og kúnninn situr uppi með kostnaðinn, án þess þó að vita af því. Ef bönkum var bent á af matsfyrirtækjunum að viðkomandi útgáfa væri hugsanlega of áhættusöm geta bankarnir keypt sér tryggingu hjá hinum ýmsu tryggingarfyrirtækjum sem selja slíka tryggingu og áhættan er minnkuð. Einnig er bönkum boðið að kaupa alls konar aukadót eins og rannsóknarvinnu, gagnabankaþjónustu, tölvuforrit og aðrar upplýsingar á uppsprengdu verði. þetta er kallað í bankaheiminum „soft money" sem útleggst á góðri íslensku mútur. Í dag er lánshæfismat þjóðarinnar lágt og þá eigum við að nota tækifærið og kaupa upp skuldir okkar erlendis á djúpum afslætti. Ef að stjórnvöld aftur á móti hafa miklar áhyggjur af lánshæfismati íslensku þjóðarinnar, vil ég benda þeim á að panta fund hjá þessum matsfyrirtækjum og byrja að borga fyrir góðar einkunnir ef þeir kæra sig um. Moody"s, S&P og Fitch Ratings myndu koma með fyrstu flugvél, því þeir hafa jú misst eitthvað úr aski sínum. Meginreglan er sú, að sá sem hefur bestu glærugerðarmennina og stærsta efnahagsreikninginn fær hæstu einkunn eins og gamla Kaupþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Þessi ofangreindu matsfyrirtæki gefa skuldabréfum, fjármálaafurðum, fyrirtækjum, bönkum ,ríkjum o.s.frv. matseinkunnir. Öll þessi matsfyrirtæki eiga sameiginlegt að vera rekinn fyrir hámarksávöxtun hluthafa sinna og eru hlutafélög á almennum hlutabréfamarkaði. Moody"s Corp er skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Standard & Poors er partur af McGraw Hill Companies, útgáfurisans sem gefur m.a. út BusinessWeek. McGraw Hill er einnig skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Fitch Ratings er í meirihluta eigu Fimalacs, sem er skráð á kauphöllina í París. Hvernig vinna þessi matsfyrirtæki og fyrir hverja? Matsfyrirtækin vinna eftir pöntunum, þ.a.l. fyrir alla sem vilja kaupa sér mat eða eikunn á einhverju. Þessi matsfyrirtæki leggja einkunnir á þjóðir og sjálfstæð ríki. Hver borgar fyrir það? Bankarnir okkar þrír sem fóru rúllandi á hausinn í október 2008 voru með öll þessi fyrirtæki í vinnu og borguðu matsfyrirtækjunum þremur hundruð milljóna á ári undanfarin ár, fyrir góðar einkunnir. Af hverju vöruðu ekki þessi fyrirtæki heimsbyggðina við þessum íslensku bönkum í tæka tíð? Gaman væri að fá að sjá sundurliðaðan reikning frá þeim fyrir íslensku bankana undanfarin 5 ár. Þessi þrjú matsfyrirtæki vinna fyrir OECD, ESB og öll lönd innan ESB. Einnig vinna öll matsfyrirtækin fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þannig að nú getur hverjum sýnst hvað í samskiptum okkar við þessi fyrirtæki. Einnig verð ég að benda á, að þessi sömu fyrirtæki eru ráðin til þess að gefa einkunnir og eða mat á lánshæfni á nýjum útgáfum hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum á skuldabréfum og öðrum verðbréfum sem bankar fara með í sölu. Þegar það er gert er, þá er kostnaðurinn iðulega settur inn í verðið og kúnninn situr uppi með kostnaðinn, án þess þó að vita af því. Ef bönkum var bent á af matsfyrirtækjunum að viðkomandi útgáfa væri hugsanlega of áhættusöm geta bankarnir keypt sér tryggingu hjá hinum ýmsu tryggingarfyrirtækjum sem selja slíka tryggingu og áhættan er minnkuð. Einnig er bönkum boðið að kaupa alls konar aukadót eins og rannsóknarvinnu, gagnabankaþjónustu, tölvuforrit og aðrar upplýsingar á uppsprengdu verði. þetta er kallað í bankaheiminum „soft money" sem útleggst á góðri íslensku mútur. Í dag er lánshæfismat þjóðarinnar lágt og þá eigum við að nota tækifærið og kaupa upp skuldir okkar erlendis á djúpum afslætti. Ef að stjórnvöld aftur á móti hafa miklar áhyggjur af lánshæfismati íslensku þjóðarinnar, vil ég benda þeim á að panta fund hjá þessum matsfyrirtækjum og byrja að borga fyrir góðar einkunnir ef þeir kæra sig um. Moody"s, S&P og Fitch Ratings myndu koma með fyrstu flugvél, því þeir hafa jú misst eitthvað úr aski sínum. Meginreglan er sú, að sá sem hefur bestu glærugerðarmennina og stærsta efnahagsreikninginn fær hæstu einkunn eins og gamla Kaupþing.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar