Viðskipti innlent

Ísland hefur aldrei verið samkeppnishæfara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Ísland hefur aldrei verið eins samkeppnishæft kostnaðarlega og það er í dag, segir Þórður Hilmarsson, forstjóri Fjárfestingarstofu Íslands.

Þórður mótmælir harðlega fullyrðingum á Vísi fyrr í dag um stöðu Íslands sem byggðar eru upplýsingum á vefsíðu Fjárfestingastofu. „Það hafa á öðrum tíma ekki verið jafn margir aðilar að skoða Ísland fyrir erlenda fjárfestingu eins og í dag," segir Þórður.

Þórður segir hins vegar að upplýsingabæklingur sem vísað er til á Vísi í dag hafi verið úreltur. Hafin sé vinna að endurbótum á honum.


Tengdar fréttir

Fjárfestingastofa Íslands veit ekki af kreppunni

Ef trúa skal heimasíðu Fjárfestingarstofu Íslands, www.invest.is, þar sem ætlunin er að laða erlenda fjárfesta til landsins virðist sem kreppan hafi aldrei skollið á Íslandi. Þar er talað um, á einum sjö tungumálum, að viðskiptaumhverfi landsins sé á hraðri hreyfingu, einbeitt og vinalegt fyrirtækjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×