Umfjöllun: Bjarni Fritzson stýrði flugeldasýningu í Digranesi Elvar Geir Magnússon í Digranesi skrifar 30. september 2010 19:56 Bjarni Fritzson. Mynd/Valli Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að skella HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-41. Bjarni Fritzson fór hamförum í leiknum, átti draumabyrjun í sínum fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Akureyri og skoraði alls 14 mörk, Miklar breytingar hafa orðið á HK-liðinu frá því í fyrra og var það sem leir í höndum mótherja sinna í kvöld. Akureyri hefur sterkara lið en HK en munurinn á þó ekki að vera svona mikill. Akureyringar voru ráðvilltir fyrstu fimm mínútur leiksins og fyrstu þrjú mörkin voru heimamanna. En þá fundu gestirnir gírinn, jöfnuðu fyrst í 3-3 og komust svo yfir í fyrsta sinn 4-5. Eftir það létu norðanmenn forystu sína ekki af hendi. Akureyri náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleiknum og var staðan 10-17 í leikhléi. Bjarni Fritzson fór hamförum skoraði átta mörk úr jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleik og hélt síðan áfram að raða inn í þeim síðari. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Snemma í honum fékk Vilhelm Gauti Bergsveinsson sína þriðju brottvísun og þar með útilokun. Akureyringar spiluðu öflugan sóknarleik og refsuðu heimamönnum ítrekað í hröðum sóknum sínum. Þeir voru einfaldlega miklu mun sterkari en HK og unnu á endanum tólf marka sigur sem leit út fyrir að vera ansi fyrirhafnarlítill. HK-ingar þurfa að girða sig í brók því frammistaða þeirra í þessum leik var ekki upp á marga fiska. Áhorfendur fá einnig skömm í hattinn en stemningsleysið á leiknum var algjört. Eina skiptið sem heyrðist eitthvað úr stúkunni var þegar varamarkvörður gestaliðsins, Stefán Guðnason, lét til sín taka. Þessi byrjun Akureyrar lofar ansi góðu fyrir þá. Ýmislegt í varnarleiknum mætti betur fara en liðið bar boltann gríðarlega vel upp völlinn og er til alls líklegt í vetur. HK - Akureyri 29-41 (10-17) Mörk HK (skot) : Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/2 (19/4), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 4/2 (8/4), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Hörður Másson 3 (5) Björn Björnsson 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Sigurjón Björnsson 0 (3), Atli Karl Bachmann 0 (4).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/1Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Atli Ævar 2, Hörður, Ólafur Bjarki, Björn)Fiskuð víti: 8 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 3, Ólafur Bjarki).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 14/0 (16/1), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Oddur Grétarsson 6/0 (9/1), Daníel Einarsson 5 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Heimir Örn Árnason 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Halldór Árnason 0 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1, Stefán Guðnason 5/1.Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Bjarni 8, Oddur 4, Hörður, Daníel).Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Heimir).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, héldu línunni vel. Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að skella HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í kvöld. Lokatölur 29-41. Bjarni Fritzson fór hamförum í leiknum, átti draumabyrjun í sínum fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Akureyri og skoraði alls 14 mörk, Miklar breytingar hafa orðið á HK-liðinu frá því í fyrra og var það sem leir í höndum mótherja sinna í kvöld. Akureyri hefur sterkara lið en HK en munurinn á þó ekki að vera svona mikill. Akureyringar voru ráðvilltir fyrstu fimm mínútur leiksins og fyrstu þrjú mörkin voru heimamanna. En þá fundu gestirnir gírinn, jöfnuðu fyrst í 3-3 og komust svo yfir í fyrsta sinn 4-5. Eftir það létu norðanmenn forystu sína ekki af hendi. Akureyri náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleiknum og var staðan 10-17 í leikhléi. Bjarni Fritzson fór hamförum skoraði átta mörk úr jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleik og hélt síðan áfram að raða inn í þeim síðari. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Snemma í honum fékk Vilhelm Gauti Bergsveinsson sína þriðju brottvísun og þar með útilokun. Akureyringar spiluðu öflugan sóknarleik og refsuðu heimamönnum ítrekað í hröðum sóknum sínum. Þeir voru einfaldlega miklu mun sterkari en HK og unnu á endanum tólf marka sigur sem leit út fyrir að vera ansi fyrirhafnarlítill. HK-ingar þurfa að girða sig í brók því frammistaða þeirra í þessum leik var ekki upp á marga fiska. Áhorfendur fá einnig skömm í hattinn en stemningsleysið á leiknum var algjört. Eina skiptið sem heyrðist eitthvað úr stúkunni var þegar varamarkvörður gestaliðsins, Stefán Guðnason, lét til sín taka. Þessi byrjun Akureyrar lofar ansi góðu fyrir þá. Ýmislegt í varnarleiknum mætti betur fara en liðið bar boltann gríðarlega vel upp völlinn og er til alls líklegt í vetur. HK - Akureyri 29-41 (10-17) Mörk HK (skot) : Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/2 (19/4), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 4/2 (8/4), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Hörður Másson 3 (5) Björn Björnsson 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Sigurjón Björnsson 0 (3), Atli Karl Bachmann 0 (4).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17/1Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Atli Ævar 2, Hörður, Ólafur Bjarki, Björn)Fiskuð víti: 8 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 3, Ólafur Bjarki).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 14/0 (16/1), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Oddur Grétarsson 6/0 (9/1), Daníel Einarsson 5 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Heimir Örn Árnason 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Halldór Árnason 0 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1, Stefán Guðnason 5/1.Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Bjarni 8, Oddur 4, Hörður, Daníel).Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Heimir).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, héldu línunni vel.
Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira