Ingvar Árnason: Við áttum bara að klára þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2010 07:15 Ingvar Árnason, fyrirliði Vals, í baráttunni við Atla Ævar Ingólfsson, línumann HK. Mynd/Stefán Ingvar Árnason, fyrirliði Vals, var ekki mjög sáttur með að hafa fengið bara eitt stig út úr leik Vals við HK í N1 deild karla í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Valur var með tveggja marka forskot og tveimur mönnum fleiri þegar fimm mínútur voru eftir en missti leikinn niður í 25-25 jafntefli. „Þetta var klárlega tapað stig hjá okkur og það gæti orðið mikilvægt í baráttunni. Við vorum ekki nógu ferskir," sagði Ingvar eftir leikinn. „Mér fannst við vera með þá allan leikinn og eiga að klára þá. Það klaufagangur hjá okkur í lokin þegar við vorum tveimur fleiri. Svo var spurning um nokkra dóma þarna í lokin sem mér fannst halla á okkur. Við klúðruðum þessu samt klárlega sjálfir," sagði Ingvar. „Ég held að við eigum innbyrðisstöðuna á móti HK og þetta stig gæti hjálpað til og auðvitað er betra fá eitt stig en að fá ekki neitt. Við áttum bara að klára þennan leik," sagði Ingvar. „Við erum komnir með flesta ef ekki alla til baka sem verða eitthvað með á tímabilinu. Við notuðum þá ekkert mjög mikið í dag en þeir eru aðkoma til baka og við getum farið að pússa okkur betur saman. Við verðum bara að gera það því það er lítið eftir og við þurfum stig," segir Ingvar en Valsliðið hefur ekki fengið mörg stig út úr síðustu leikjum. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og maður man bara ekki eftir svona hrinu nokkurn tímann hérna í Val. Við erum samt ennþá í baráttunni og ef við verðum í þessum fjórumefstu sætum þá getur allt gerst. Þetta snýst því allt um það núna að vera í topp fjórum," sagði Ingvar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Ingvar Árnason, fyrirliði Vals, var ekki mjög sáttur með að hafa fengið bara eitt stig út úr leik Vals við HK í N1 deild karla í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Valur var með tveggja marka forskot og tveimur mönnum fleiri þegar fimm mínútur voru eftir en missti leikinn niður í 25-25 jafntefli. „Þetta var klárlega tapað stig hjá okkur og það gæti orðið mikilvægt í baráttunni. Við vorum ekki nógu ferskir," sagði Ingvar eftir leikinn. „Mér fannst við vera með þá allan leikinn og eiga að klára þá. Það klaufagangur hjá okkur í lokin þegar við vorum tveimur fleiri. Svo var spurning um nokkra dóma þarna í lokin sem mér fannst halla á okkur. Við klúðruðum þessu samt klárlega sjálfir," sagði Ingvar. „Ég held að við eigum innbyrðisstöðuna á móti HK og þetta stig gæti hjálpað til og auðvitað er betra fá eitt stig en að fá ekki neitt. Við áttum bara að klára þennan leik," sagði Ingvar. „Við erum komnir með flesta ef ekki alla til baka sem verða eitthvað með á tímabilinu. Við notuðum þá ekkert mjög mikið í dag en þeir eru aðkoma til baka og við getum farið að pússa okkur betur saman. Við verðum bara að gera það því það er lítið eftir og við þurfum stig," segir Ingvar en Valsliðið hefur ekki fengið mörg stig út úr síðustu leikjum. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og maður man bara ekki eftir svona hrinu nokkurn tímann hérna í Val. Við erum samt ennþá í baráttunni og ef við verðum í þessum fjórumefstu sætum þá getur allt gerst. Þetta snýst því allt um það núna að vera í topp fjórum," sagði Ingvar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni