Schumacher áminntur fyrir brot á Barrichello 23. október 2010 11:51 Michael Schumacher ekur með Mercedes. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Michael Schumacher fékk áminningu frá dómurum Formúlu 1 mótsins í Suður Kóreu, eftir tímatöku í nótt. Rubens Barrichello taldi að Schumacher hefði hindrað hann í tímatökunni í annarri umferð af þremur. Barrichello taldi sig heppinn að hafa komist áfram í lokaumferðina, en Schumacher og Barrichello voru liðsfélagar hjá Ferrari á árum áður. Dómarar töldu að Scumacher hefði hindrað Barrichello frá beygju 10 til 14 og þeir kappar voru báðir kallaðir á fund dómara. Schumacher fékk áminningu á fundinum segir í frétt á autosport.com. "Ég vill ekki að þetta verði persónulegt. Við höfum átt í vandræðum áður og það henti í Ungverjlandi. Ég er jarðbundinn náungi, sem þýðir að ég ber virðingu fyrir hægum og hröðum bílum. Við getum allir gert mistök og afsökunar", sagði Barrichello í samtali við BBC sem autosport.com vitnar í. "Hann kom bara og afsakaði þetta með því að liðið hefði ekki látið hann vita. En ég var í hröðum hring og menn vita að þeir eru með baksýnisspegla og það er ekki alltaf hægt að treysta á upplýsingar frá liðinu. Ég er leiður yfir þessu, því það var bara heppni að ég komst áfram í þriðju umferð. Hann hægði verulega á mér", sagði Barrichello um Schumacher. Barrichello var þó ánægður að ná tíunda sæti á ráslínu, en hann segir að allt geti gerst í kappakstrinum þar sem bílarnir skrika mikið til á nýrri brautinni, en hún eigi eftir að verða gripmeiri. Hann stefnir á stigasæti. Schumacher varð í níunda sæti í tímatökunni og þeir ræsa því nánast af stað hlið við í kappakstrinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð Sport í nótt. Útsending hefst kl. 05.30. Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Michael Schumacher fékk áminningu frá dómurum Formúlu 1 mótsins í Suður Kóreu, eftir tímatöku í nótt. Rubens Barrichello taldi að Schumacher hefði hindrað hann í tímatökunni í annarri umferð af þremur. Barrichello taldi sig heppinn að hafa komist áfram í lokaumferðina, en Schumacher og Barrichello voru liðsfélagar hjá Ferrari á árum áður. Dómarar töldu að Scumacher hefði hindrað Barrichello frá beygju 10 til 14 og þeir kappar voru báðir kallaðir á fund dómara. Schumacher fékk áminningu á fundinum segir í frétt á autosport.com. "Ég vill ekki að þetta verði persónulegt. Við höfum átt í vandræðum áður og það henti í Ungverjlandi. Ég er jarðbundinn náungi, sem þýðir að ég ber virðingu fyrir hægum og hröðum bílum. Við getum allir gert mistök og afsökunar", sagði Barrichello í samtali við BBC sem autosport.com vitnar í. "Hann kom bara og afsakaði þetta með því að liðið hefði ekki látið hann vita. En ég var í hröðum hring og menn vita að þeir eru með baksýnisspegla og það er ekki alltaf hægt að treysta á upplýsingar frá liðinu. Ég er leiður yfir þessu, því það var bara heppni að ég komst áfram í þriðju umferð. Hann hægði verulega á mér", sagði Barrichello um Schumacher. Barrichello var þó ánægður að ná tíunda sæti á ráslínu, en hann segir að allt geti gerst í kappakstrinum þar sem bílarnir skrika mikið til á nýrri brautinni, en hún eigi eftir að verða gripmeiri. Hann stefnir á stigasæti. Schumacher varð í níunda sæti í tímatökunni og þeir ræsa því nánast af stað hlið við í kappakstrinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð Sport í nótt. Útsending hefst kl. 05.30.
Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira