Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Jón Bjarnason skrifar 6. nóvember 2010 06:00 Öflug heilbrigðisþjónusta er lykill að jafnræði byggðarlaga, öryggi þeirra og búsetuskilyrðum. Fram komnar tillögur um stórfelldan niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana mæta að vonum mikilli andstöðu um land allt. Engum dylst þó að nú þarf að spara í öllum ríkisrekstri. Það sem deilt er á er ekki síst skortur á samráði og lýðræðislegri umræðu. Stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvernig gagnrýni verður mætt og innan ríkisstjórnarinnar er vilji til að koma til móts við framkomna gagnrýni. Í ályktunum sem borist hafa frá fundum víðs vegar um landið er sérstaklega fundið að því að tillögur um niðurskurð nú séu settar fram án samráðs við íbúa og starfsmenn þeirra stofnana sem þjónustuna veita. Hér skiptir miklu að árið 2003 voru lagðar niður stjórnir heilbrigðisstofnana sem skipaðar voru fulltrúum sveitarfélaga og starfsmanna. Það er alls ekki ætlunin að halda því hér fram að ráðgefandi stjórnir hefðu getað komið í veg fyrir allan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en með aðkomu þessara stjórna hefði mátt finna þeim annan og farsælli farveg þar sem meira jafnræðis hefði gætt milli byggðarlaga. Við sem höfum að undanförnu farið um kjördæmin og fengið heilbrigðisumræðuna beint í æð á heimavelli vitum hvað er í húfi fyrir fólkið og byggðirnar í landinu. Í litlum samfélögum eru tugir starfa í hættu og lakari þjónusta mun auka á misrétti landshluta og skerða búsetuskilyrði. Við því megum við síst nú um stundir. Þegar þáverandi heilbrigðisráðherra lagði stjórnir heilbrigðisstofnana niður árið 2003 var því mótmælt og sá sem hér skrifar benti meðal annars á lýðræðislegt mikilvægi þessara stofnana og mikilvægi þess að halda tengslum stofnananna við umhverfi sitt, neytendur og samfélag. Rök fyrir þessari ákvörðun voru óljós og helst þau að tryggja miðstýringu ráðuneytis í sessi. Með því sem nú á sér stað eru komnir fram þeir alvarlegu vankantar sem bent var á í umræðunni 2003. Það er því vel að á Alþingi liggur nú frammi tillaga um að endurvekja stjórnir heilbrigðisstofnana og samþykkt þess gæti orðið liður í þeirri sáttagerð sem nú þarf að verða um fyrirkomulag og sparnað á heilbrigðissviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Öflug heilbrigðisþjónusta er lykill að jafnræði byggðarlaga, öryggi þeirra og búsetuskilyrðum. Fram komnar tillögur um stórfelldan niðurskurð í rekstri heilbrigðisstofnana mæta að vonum mikilli andstöðu um land allt. Engum dylst þó að nú þarf að spara í öllum ríkisrekstri. Það sem deilt er á er ekki síst skortur á samráði og lýðræðislegri umræðu. Stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvernig gagnrýni verður mætt og innan ríkisstjórnarinnar er vilji til að koma til móts við framkomna gagnrýni. Í ályktunum sem borist hafa frá fundum víðs vegar um landið er sérstaklega fundið að því að tillögur um niðurskurð nú séu settar fram án samráðs við íbúa og starfsmenn þeirra stofnana sem þjónustuna veita. Hér skiptir miklu að árið 2003 voru lagðar niður stjórnir heilbrigðisstofnana sem skipaðar voru fulltrúum sveitarfélaga og starfsmanna. Það er alls ekki ætlunin að halda því hér fram að ráðgefandi stjórnir hefðu getað komið í veg fyrir allan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en með aðkomu þessara stjórna hefði mátt finna þeim annan og farsælli farveg þar sem meira jafnræðis hefði gætt milli byggðarlaga. Við sem höfum að undanförnu farið um kjördæmin og fengið heilbrigðisumræðuna beint í æð á heimavelli vitum hvað er í húfi fyrir fólkið og byggðirnar í landinu. Í litlum samfélögum eru tugir starfa í hættu og lakari þjónusta mun auka á misrétti landshluta og skerða búsetuskilyrði. Við því megum við síst nú um stundir. Þegar þáverandi heilbrigðisráðherra lagði stjórnir heilbrigðisstofnana niður árið 2003 var því mótmælt og sá sem hér skrifar benti meðal annars á lýðræðislegt mikilvægi þessara stofnana og mikilvægi þess að halda tengslum stofnananna við umhverfi sitt, neytendur og samfélag. Rök fyrir þessari ákvörðun voru óljós og helst þau að tryggja miðstýringu ráðuneytis í sessi. Með því sem nú á sér stað eru komnir fram þeir alvarlegu vankantar sem bent var á í umræðunni 2003. Það er því vel að á Alþingi liggur nú frammi tillaga um að endurvekja stjórnir heilbrigðisstofnana og samþykkt þess gæti orðið liður í þeirri sáttagerð sem nú þarf að verða um fyrirkomulag og sparnað á heilbrigðissviði.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun