Mikilvægir styrkir 31. mars 2010 06:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um þróunarstyrki leikskólaráðs Nýlega fengu 16 leikskólar Reykjavíkurborgar afhenta þróunarstyrki leikskólaráðs. Mikil sátt er í leikskólaráði um að skera ekki niður þessa mikilvægu styrki sem veita skólunum tækifæri til að vinna með nýjar hugmyndir, auka samstarf á milli leikskóla, hefja samstarfsverkefni og stunda rannsóknir. Sumir telja að slíkir sjóðir geti beðið á meðan það versta gengur yfir í efnahagslífinu en það getur verið afar dýrkeypt. Ekki þarf alltaf fjármagn til að skólaþróun eigi sér stað en í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að veita starfsfólki stuðning til að hittast, gera tilraunir og tengjast. Á síðastliðnum tveimur árum hefur umhverfi leikskóla, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, gengið í gegnum miklar öfgar. Fyrir hrun beindust öll spjót að leikskólum vegna manneklu, lokana og biðlista. Vegna manneklu var lítill tími til þróunar skólastarfs því öll orkan fór í að leita að starfsfólki. Atvinnulífið lét í sér heyra og foreldrar voru undir miklum þrýstingi og unnu mikið frá börnum sínum. Nokkrum vikum eftir hrun bankanna fylltust leikskólarnir af starfsfólki, ró færðist yfir starfsemina og foreldrar áttu fleiri samverustundir með börnum sínum. Starfsfólk á auðveldara með að vinna verkefni fyrir skólastigið þegar starfsmannahald er stöðugt og gott. Við tóku annars konar krefjandi verkefni sem fólu í sér samstarf og samvinnu foreldra, starfsmanna og borgaryfirvalda til að stuðla að hagræðingu í 10 milljarða króna leikskólakerfi. Á þessu kjörtímabili hafa leikskólar þannig þurft að glíma við afar ólíkt ytra umhverfi. Alltaf er umhverfi barnsins, nám þess og umönnun, það sem allir leitast við að tryggja að sé til fyrirmyndar. Samkvæmt skoðanakönnunum eru foreldrar himinlifandi með leikskólana og börnin læra meira en við fullorðna fólkið getum ímyndað okkur. Þessi þjónusta og námsþróun leikskólabarna er aðeins tryggð til framtíðar með öflugu faglegu starfi í skólunum. Slíkt er nauðsynlegt að styðja við. Skólarnir þurfa tækifæri og tíma til að skoða og endurskoða og prófa eitthvað nýtt - allt með það að markmiði að hvert og eitt leikskólabarn blómstri. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um þróunarstyrki leikskólaráðs Nýlega fengu 16 leikskólar Reykjavíkurborgar afhenta þróunarstyrki leikskólaráðs. Mikil sátt er í leikskólaráði um að skera ekki niður þessa mikilvægu styrki sem veita skólunum tækifæri til að vinna með nýjar hugmyndir, auka samstarf á milli leikskóla, hefja samstarfsverkefni og stunda rannsóknir. Sumir telja að slíkir sjóðir geti beðið á meðan það versta gengur yfir í efnahagslífinu en það getur verið afar dýrkeypt. Ekki þarf alltaf fjármagn til að skólaþróun eigi sér stað en í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að veita starfsfólki stuðning til að hittast, gera tilraunir og tengjast. Á síðastliðnum tveimur árum hefur umhverfi leikskóla, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, gengið í gegnum miklar öfgar. Fyrir hrun beindust öll spjót að leikskólum vegna manneklu, lokana og biðlista. Vegna manneklu var lítill tími til þróunar skólastarfs því öll orkan fór í að leita að starfsfólki. Atvinnulífið lét í sér heyra og foreldrar voru undir miklum þrýstingi og unnu mikið frá börnum sínum. Nokkrum vikum eftir hrun bankanna fylltust leikskólarnir af starfsfólki, ró færðist yfir starfsemina og foreldrar áttu fleiri samverustundir með börnum sínum. Starfsfólk á auðveldara með að vinna verkefni fyrir skólastigið þegar starfsmannahald er stöðugt og gott. Við tóku annars konar krefjandi verkefni sem fólu í sér samstarf og samvinnu foreldra, starfsmanna og borgaryfirvalda til að stuðla að hagræðingu í 10 milljarða króna leikskólakerfi. Á þessu kjörtímabili hafa leikskólar þannig þurft að glíma við afar ólíkt ytra umhverfi. Alltaf er umhverfi barnsins, nám þess og umönnun, það sem allir leitast við að tryggja að sé til fyrirmyndar. Samkvæmt skoðanakönnunum eru foreldrar himinlifandi með leikskólana og börnin læra meira en við fullorðna fólkið getum ímyndað okkur. Þessi þjónusta og námsþróun leikskólabarna er aðeins tryggð til framtíðar með öflugu faglegu starfi í skólunum. Slíkt er nauðsynlegt að styðja við. Skólarnir þurfa tækifæri og tíma til að skoða og endurskoða og prófa eitthvað nýtt - allt með það að markmiði að hvert og eitt leikskólabarn blómstri. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar