Erlent

Stöðvun olíuleka gengur vel

Stöðvun olíulekans í Mexíkóflóa gengur vel að sögn forsvarsmanna olíufélagsins BP. Hann var stöðvaður í tilraunaskyni á fimmtudag til þess að kanna ástand olíuborholunnar.

Ef þrýstingur í holunni helst hár gæti það þýtt að engar aðrar skemmdir hafi orðið á henni. Ef hann fellur gæti það þýtt fleiri skemmdir. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að þrátt fyrir góðar fréttir væri þessu ekki lokið. Ekki er víst hvað tekur við ef tilraunin gengur vel.

Mögulega verður borholunni lokað en líklegra þykir að fyrirtækið muni hefja störf þar á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×