Erlent

Köld eru kvenna ráð

Óli Tynes skrifar
Risaplakötin eru meðal annars á Times Square.
Risaplakötin eru meðal annars á Times Square.

Þegar Charles Philips ákvað að snúa sér eingöngu að konu sinni eftir átta ára framhjáhald með YaVaughnie  Wilkins hefndi hún sín rækilega.

Philips er einn af ráðgjöfum Baracks Obama forseta. Risastór plaköt hanga nú uppi í þrem borgum Bandaríkjanna með myndum af þeim Philips og Wilkins með textanum; Þú ert sálufélagi minn að eilífu.

Hin forsmáða Wilkins mun hafa reitt fram tugi milljóna króna fyrir auglýsingaplássið.

Þetta vakti svo mikla athygli að Philip sá sig tilneyddan til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við dömuna í átta ár. Því væri nú lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×