Erlent

Flutningaflugvél hrapaði í Dubai

Flugmenn flugvélarinnar létust þegar vélin skall til jarðar.
Flugmenn flugvélarinnar létust þegar vélin skall til jarðar. Mynd/AP

Tveir létust þegar flutningaflugvél af gerðinni Boeing 747 fórst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í kvöld. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Dubai.

Flutningaflugvélin var í eigu bandaríska flutningafyrirtækisins United Parcel Service, UPS. Ekki liggur fyrir af hverju vélin hrapaði en vitni segjast hafa séð eld í vélinni áður en hún skall til jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×