Réttlæti réttarríkisins Snorri Páll Úlfhildarson skrifar 8. september 2010 06:00 Mál ríkisins gegn nímenningunum heldur áfram í dag og mun Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjögurra okkar, færa rök fyrir vanhæfni setts saksóknara, Láru V. Júlíusdóttur, vegna náinna tengsla hennar við brotaþolann Alþingi. Það er óþarfi að fara nánar út í sjálfar ákærurnar og gagnrýnina á þær, sem vaxið hefur fiskur um hrygg síðustu mánuðina. Þau vita sem vilja. Í síðustu fyrirtöku - þar sem Ragnar færði rök fyrir hlutdrægni dómarans Péturs Guðgeirssonar og krafðist þess að hann viki sæti - áttu fáein orðaskipti sér stað á milli Ragnars og Láru. Lára þvertók fyrir orð Ragnars um að lögreglan stjórni réttarhöldunum og sagði hana vera í dómshúsinu til þess að standa vörð um réttlætið rétt eins og saksóknari, dómari og verjendur. Mörgum er hugtakið réttlæti hugstætt. Ristjórar Morgun- og Fréttablaðsins skrifuðu til að mynda miklar varnarræður í kjölfar þess að nokkrir bankamenn voru handteknir snemma í sumar. Þeir Davíð Oddson, Haraldur Johannessen og Ólafur Þ. Stephensen sögðust treysta því að ef reglum réttarríkisins sé fylgt til hins ýtrasta muni réttarríkið á endanum virka. Stuttu seinna fullyrti hæstaréttarlögmaðurinn Heimir Örn Herbertsson að réttarríkið verndaði bæði sakborninga og brotaþola. Grunnur þess sé að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Heldur hefur þó verið annar tónninn í greinum sömu manna um nímenningamálið. Davíð og Haraldur hafa m.a. gefið til kynna að almenningi stafi hætta af okkur og stuðningumönnum okkar. Með sama hætti leikur Ólafur sér að því að snúa út úr málefnalegri gagnrýni. Hvorugt blaðið hefur tekið afstöðu til gagnrýni sem byggir fyrst og fremst á meintum sönnunargögnum lögreglunnar. Ritstjórarnir eru úr fjölmennum hópi fólks sem annars vegar lofsamar meint réttlæti og göfuglyndi réttarríkisins og hikar ekki við að halda uppi eilífum vörnum fyrir þá örfáu gosa valda- og efnahagselítunnar sem hljóta réttarstöðu sakborninga, en hika ekki við að innprenta hugmyndina um sekt okkar og dæma okkur fyrirfram. Það er aldeilis göfugt og réttlátt réttarríki sem bíður upp á að fólk hljóti árslanga fangelsisvist og sviptingu mannréttinda - eins og dæmt var í máli þeirra sem mótmæltu inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið árið 1949 - á sama tíma og hið sama ríki tekur með beinum eða óbeinum hætti þátt í fjöldamorðum um allan heim. Réttarríki sem býður upp á möguleikann á lífstíðarfangelsisvist einstaklinga, sem eftir einangrunarvist og pyntingar lögreglunnar - að skipun þýsks rannsóknarlögreglumanns á eftirlaunum - játa að hafa framið morð sem þeir frömdu ekki. Réttarríki sem byggir á þeirri hugmynd að Alþingi sé friðheilagt og hvergi megi raska friði þess. Slík hugmynd glæpgerir í raun allt andóf gegn þinginu og þeirri tragikómedíu sem alla jafna á sér stað innan þess. Slík hugmynd felur í sér það innbyggða máttleysi almennings sem ríkið stendur og fellur með: Að almenningur geti engin önnur áhrif haft á samfélag sitt en með krossi á blað, fjórða hvert ár. Undantekningum frá því beri að refsa. Og það er kjarni málsins gegn okkur níu. Við erum valin úr þrjátíu manna hópi, sökuð um árás á Alþingi og sögð leiðtogar árásarinnar. Að sama skapi erum við valin úr hópi þúsunda sem brutu friðhelgi Alþingis veturinn 2008 til 2009 með ýmsum hætti. Meira en 700 þeirra lýstu yfir samsekt með okkur en eru hunsuð. Öllu því sem ráðandi öflum þótti ljótt og óþægilegt við uppreisn þess vetrar hefur verið klínt á okkur sem erum talin veikburða skotmörk og henta vel til að fylla upp í ímynd ógnarinnar. Þeirri ímynd er svo viðhaldið með skólabókardæmi um hvernig fjórða valdið smellur eins og flís við rass hinna þriggja. Allt er þetta gert með refsingu að markmiði - refsingu sem á að halda andófi gegn ríkinu í lágmarki. Það er réttlæti réttarríkisins í hnotskurn. Árin 2001 til 2003 starfaði Lára V. Júlíusdóttir við rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar. Henni væri nær að halda því starfi áfram og einblína í nú á þá sem urðu fyrir barðinu á ofbeldi ríkisins og var neitað um endurupptöku málsins. Það er göfugra starf en það sem hún sinnir nú: Að keyra í gegn þetta pólitíska Geirfinnsmál sem ofsóknir ríkisins á hendur okkur nímenningunum raunverulega eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Mál ríkisins gegn nímenningunum heldur áfram í dag og mun Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjögurra okkar, færa rök fyrir vanhæfni setts saksóknara, Láru V. Júlíusdóttur, vegna náinna tengsla hennar við brotaþolann Alþingi. Það er óþarfi að fara nánar út í sjálfar ákærurnar og gagnrýnina á þær, sem vaxið hefur fiskur um hrygg síðustu mánuðina. Þau vita sem vilja. Í síðustu fyrirtöku - þar sem Ragnar færði rök fyrir hlutdrægni dómarans Péturs Guðgeirssonar og krafðist þess að hann viki sæti - áttu fáein orðaskipti sér stað á milli Ragnars og Láru. Lára þvertók fyrir orð Ragnars um að lögreglan stjórni réttarhöldunum og sagði hana vera í dómshúsinu til þess að standa vörð um réttlætið rétt eins og saksóknari, dómari og verjendur. Mörgum er hugtakið réttlæti hugstætt. Ristjórar Morgun- og Fréttablaðsins skrifuðu til að mynda miklar varnarræður í kjölfar þess að nokkrir bankamenn voru handteknir snemma í sumar. Þeir Davíð Oddson, Haraldur Johannessen og Ólafur Þ. Stephensen sögðust treysta því að ef reglum réttarríkisins sé fylgt til hins ýtrasta muni réttarríkið á endanum virka. Stuttu seinna fullyrti hæstaréttarlögmaðurinn Heimir Örn Herbertsson að réttarríkið verndaði bæði sakborninga og brotaþola. Grunnur þess sé að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Heldur hefur þó verið annar tónninn í greinum sömu manna um nímenningamálið. Davíð og Haraldur hafa m.a. gefið til kynna að almenningi stafi hætta af okkur og stuðningumönnum okkar. Með sama hætti leikur Ólafur sér að því að snúa út úr málefnalegri gagnrýni. Hvorugt blaðið hefur tekið afstöðu til gagnrýni sem byggir fyrst og fremst á meintum sönnunargögnum lögreglunnar. Ritstjórarnir eru úr fjölmennum hópi fólks sem annars vegar lofsamar meint réttlæti og göfuglyndi réttarríkisins og hikar ekki við að halda uppi eilífum vörnum fyrir þá örfáu gosa valda- og efnahagselítunnar sem hljóta réttarstöðu sakborninga, en hika ekki við að innprenta hugmyndina um sekt okkar og dæma okkur fyrirfram. Það er aldeilis göfugt og réttlátt réttarríki sem bíður upp á að fólk hljóti árslanga fangelsisvist og sviptingu mannréttinda - eins og dæmt var í máli þeirra sem mótmæltu inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið árið 1949 - á sama tíma og hið sama ríki tekur með beinum eða óbeinum hætti þátt í fjöldamorðum um allan heim. Réttarríki sem býður upp á möguleikann á lífstíðarfangelsisvist einstaklinga, sem eftir einangrunarvist og pyntingar lögreglunnar - að skipun þýsks rannsóknarlögreglumanns á eftirlaunum - játa að hafa framið morð sem þeir frömdu ekki. Réttarríki sem byggir á þeirri hugmynd að Alþingi sé friðheilagt og hvergi megi raska friði þess. Slík hugmynd glæpgerir í raun allt andóf gegn þinginu og þeirri tragikómedíu sem alla jafna á sér stað innan þess. Slík hugmynd felur í sér það innbyggða máttleysi almennings sem ríkið stendur og fellur með: Að almenningur geti engin önnur áhrif haft á samfélag sitt en með krossi á blað, fjórða hvert ár. Undantekningum frá því beri að refsa. Og það er kjarni málsins gegn okkur níu. Við erum valin úr þrjátíu manna hópi, sökuð um árás á Alþingi og sögð leiðtogar árásarinnar. Að sama skapi erum við valin úr hópi þúsunda sem brutu friðhelgi Alþingis veturinn 2008 til 2009 með ýmsum hætti. Meira en 700 þeirra lýstu yfir samsekt með okkur en eru hunsuð. Öllu því sem ráðandi öflum þótti ljótt og óþægilegt við uppreisn þess vetrar hefur verið klínt á okkur sem erum talin veikburða skotmörk og henta vel til að fylla upp í ímynd ógnarinnar. Þeirri ímynd er svo viðhaldið með skólabókardæmi um hvernig fjórða valdið smellur eins og flís við rass hinna þriggja. Allt er þetta gert með refsingu að markmiði - refsingu sem á að halda andófi gegn ríkinu í lágmarki. Það er réttlæti réttarríkisins í hnotskurn. Árin 2001 til 2003 starfaði Lára V. Júlíusdóttir við rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar. Henni væri nær að halda því starfi áfram og einblína í nú á þá sem urðu fyrir barðinu á ofbeldi ríkisins og var neitað um endurupptöku málsins. Það er göfugra starf en það sem hún sinnir nú: Að keyra í gegn þetta pólitíska Geirfinnsmál sem ofsóknir ríkisins á hendur okkur nímenningunum raunverulega eru.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun