Erlent

Brotist inn í fimmtu hverja kirkju í Danmörku

Á síðustu 12 mánuðum hefur verið brotist inn í fimmtu hverja kirkju í Danmörku.

Kirkjumálaráðherra landsins, Birthe Hornbech er hneyksluð á þessum fjölda innbrota.

Það er Berlingske Tidende sem greinir frá málinu en blaðið hringdi í 243 af kirkjum landsins til að kanna hve brotist hefði verið inn í margar þeirra.

Þjófarnir eru yfirleitt á höttunum eftir hlutum eins og listaverkum, skírnarfontum og kertastjökum. Í mörgum tilvikum hafa þeir rænt hlutum sem taldir eru ómetanlegir vegna sögulegs gildis síns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×