Erlent

Tvö smástirni fara mjög nálægt jörðinni í dag

Tvö smástirni á ólíkum sporbrautum munu fara mjög nálægt jörðinni í dag og verða í minni fjarlægð frá henni og tunglið er.

Þetta kemur fram á vefsíðu NASA bandarísku geimferðastofnunarinnar. NASA segir að um mjög óvenjulegan atburð verði að ræða sem fylgjast þurfi grannt með sökum þess hve fjarlægð smástirnanna verði lítil frá jörðinni þegar þau komast næst henni.

Annað smástirnið verður í innan við 60% af fjarlægð tunglsins þegar það er nálægast, hitt verður í innan við 20% af fjarlægðinni.

Hinsvegar er ekki talið að jörðinni stafi nein ógn af þessum smástirnum.

Hægt verður að sjá smástirnin sem lítil ljósleiftur í miðlungsstórum stjörnukíkjum áhugamanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×