Erlent

Stór eftirskjálfti reið yfir Christchurch

Borgin Christchurch á Nýja Sjálandi varð fyrir alvarlegasta tjóni sínu í nótt frá því um helgina er eftirskjálfti af stærðinni 5,1 á Richter reið yfir hana.

Skjálftinn olli því að rafmagn sló út í borginni, byggingar skemmdust enn meir en orðið er og íbúar borgarinnar þustu út á götur skelfingu lostnir.

Neyðarástandi hefur verið framlengt um viku í Christchurch en til stóð að aflétta því í dag.

Meir en 100 eftirskjálftar hafa dunið á borginni frá því á laugardag þegar jarðskjálftahrinan hófst með skjálfta sem mældist 7,1 á Richter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×