Spá: Verðbólgan undir markmiði Seðlabankans allt næsta ár 26. nóvember 2010 09:32 Greining Arion banka spáir því að mæld verðbólga milli ára verði undir 2,5% markmiði Seðlabankans allt næsta ár. Verðbólgan verði komin undir 2% í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningarinnar. „Að okkar mati eru allar forsendur fyrir hratt hjaðnandi verðbólgu á næstunni. T.a.m. virðist gengisstyrking krónunnar loks vera skila lækkunum í verðmælingum í nóvember, þrátt fyrir að enn virðist verulegt svigrúm til frekari lækkana á einstaka liðum," segir í Markaðspunktunum. „Þá eru litlar líkur á því að einhver kröftugur viðsnúningur verði í innlendri eftirspurn á meðan atvinnuleysi er að rísa, kaupmáttur stendur í stað og væntingar á niðurleið. Allir þessir þættir hljóta að skila sér í áframhaldandi hjöðnun verðbólgu. Óvissa í spá okkar snýr að hrávörum úti í heimi er sú hætta fyrir hendi að einhver kostnaðarverðbólga skili sér til landsins vegna þessa. Svo má auðvitað aldrei útiloka veikingu krónunnar." Bráðabirgðaspá greiningarinnar fyrir næstu mánuði hljóðar svo: „Desember: +0,10%. Flugfargjöld gætu hækkað á ný eftir lækkun í nóvember, en almennt hækkar þessi liður í desember. Engar aðrar stórar breytingar eru fyrirsjáanlegar í mánuðinum. Húsnæðisliðurinn mun líklega hafa áfram einhver smávægileg áhrif til hækkunar að öðru óbreyttu. Janúar: -0,50%. Við teljum að útsöluáhrifin verði sterk í janúar (-0,9%, hó hó hó), enda krónan verið að styrkjast án þess að það sjáist í verðlaginu, þar með ætti að vera svigrúm hjá kaupmönnum til að lækka verð á vörum sínum nokkuð hressilega þegar jólavertíðin er á enda. Á móti þessum útsöluáhrifum eru hins vegar skatta- og gjaldskrárhækkanir á vegum hins opinbera, en heildaráhrif vegna þessa eru líklega í kringum 0,45% uppá við í janúar. Febrúar: +0,45%. Útsöluáhrif ganga að hluta tilbaka í þessum mánuði." Gangi bráðabirgðaspá greiningarinnar eftir verður tólf mánaða verðbólga komin í 2% í febrúar á næsta ári. Eins verður skattaleiðrétt verðbólga komin niður fyrir 0,9% í febrúar. Gert er ráð fyrir að eldsneytisverð og húsnæðisliðurinn standi í stað í bráðabirgðaspánni. „Einnig gerum við ráð fyrir hóflegum hækkunum vegna kjarasamninga en áhrifin koma að mestu leyti fram síðar," segir í Markaðspunktunum. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Greining Arion banka spáir því að mæld verðbólga milli ára verði undir 2,5% markmiði Seðlabankans allt næsta ár. Verðbólgan verði komin undir 2% í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningarinnar. „Að okkar mati eru allar forsendur fyrir hratt hjaðnandi verðbólgu á næstunni. T.a.m. virðist gengisstyrking krónunnar loks vera skila lækkunum í verðmælingum í nóvember, þrátt fyrir að enn virðist verulegt svigrúm til frekari lækkana á einstaka liðum," segir í Markaðspunktunum. „Þá eru litlar líkur á því að einhver kröftugur viðsnúningur verði í innlendri eftirspurn á meðan atvinnuleysi er að rísa, kaupmáttur stendur í stað og væntingar á niðurleið. Allir þessir þættir hljóta að skila sér í áframhaldandi hjöðnun verðbólgu. Óvissa í spá okkar snýr að hrávörum úti í heimi er sú hætta fyrir hendi að einhver kostnaðarverðbólga skili sér til landsins vegna þessa. Svo má auðvitað aldrei útiloka veikingu krónunnar." Bráðabirgðaspá greiningarinnar fyrir næstu mánuði hljóðar svo: „Desember: +0,10%. Flugfargjöld gætu hækkað á ný eftir lækkun í nóvember, en almennt hækkar þessi liður í desember. Engar aðrar stórar breytingar eru fyrirsjáanlegar í mánuðinum. Húsnæðisliðurinn mun líklega hafa áfram einhver smávægileg áhrif til hækkunar að öðru óbreyttu. Janúar: -0,50%. Við teljum að útsöluáhrifin verði sterk í janúar (-0,9%, hó hó hó), enda krónan verið að styrkjast án þess að það sjáist í verðlaginu, þar með ætti að vera svigrúm hjá kaupmönnum til að lækka verð á vörum sínum nokkuð hressilega þegar jólavertíðin er á enda. Á móti þessum útsöluáhrifum eru hins vegar skatta- og gjaldskrárhækkanir á vegum hins opinbera, en heildaráhrif vegna þessa eru líklega í kringum 0,45% uppá við í janúar. Febrúar: +0,45%. Útsöluáhrif ganga að hluta tilbaka í þessum mánuði." Gangi bráðabirgðaspá greiningarinnar eftir verður tólf mánaða verðbólga komin í 2% í febrúar á næsta ári. Eins verður skattaleiðrétt verðbólga komin niður fyrir 0,9% í febrúar. Gert er ráð fyrir að eldsneytisverð og húsnæðisliðurinn standi í stað í bráðabirgðaspánni. „Einnig gerum við ráð fyrir hóflegum hækkunum vegna kjarasamninga en áhrifin koma að mestu leyti fram síðar," segir í Markaðspunktunum.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira