Umfjöllun: Akureyringar í sumarskapi gegn Valsmönnum Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2010 17:15 Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Mætingin á leikinn í dag var ekki góð og í raun kjánalegt andrúmsloft þegar leikmenn gengu inn við dynjandi tónlist og ljósasýningu en sárafá andlit i stúkunni. Áhorfendum átti eftir að fjölga þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en þó aldrei svo mætingin gæti talist ásættanleg á undanúrslitaleik um Íslandsmeistaratitil. Akureyringar voru ansi lengi af stað og varnarleikur þeirra var nánast ekki til staðar lengi vel. Valsmenn virtust ætla að stinga af og komust í 8-3. Þá small varnarleikur gestana betur þó markvarslan hafi ekki náð að fylgja með fyrir hálfleikinn. Síðustu tíu mínúturnar fyrir hlé gerðu Valsmenn mörg dýrkeypt mistök og hleyptu Akureyringum inn í leikinn. Norðanmenn minnkuðu muninn í eitt mark, 14-13 og hefðu getað jafnað fyrir hálfleik en höfðu heppnina ekki með sér þar og heimamenn með eins marks forskot þegar gengið var til búningsherbergja. Markvörðurinn Hlynur Morthens var bestur Valsmanna í fyrri hálfleik. Akureyringar skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og náðu forystu í fyrsta skipti í leiknum. Valsmenn höfðu misst taktinn og náðu ekki einu sinni að nýta sér kafla þar sem þeir léku tveimur fleiri. Gestirnir náðu frumkvæðinu, héldu forystu sinni en heimamenn aldrei langt undan og spenna á lokamínútunum. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, átti nokkrar feykilega góðar og mikilvægar vörslur á mikilvægum augnablikum í lok leiks. Hafþór byrjaði leikinn á bekknum en átti flottan seinni hálfleik. Stuðningsmenn á bandi Akureyrar gátu byrjað að fagna áður en lokamínúta leiksins rann upp því sigurinn var í höf. Valsmenn þurfa heldur betur að girða sig í brók. Liðið var langt frá sínu besta og of mikið óðagot á spilamennsku þess. Næsti leikur liðanna er í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið og þar geta Akureyringar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri. Valur - Akureyri 24-27 (14-13) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/6 (12/6), Fannar Þór Friðgeirsson 7 (12), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (1), Sigurður Eggertsson 1 (6), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4), Jón Björgvin Pétursson 0 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 22/1Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 3)Fiskuð víti: 6 (Elvar 2, Sigfús Sigurðsson, Orri Gíslason, Baldvin, Sigurður)Utan vallar: 2 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/6 (14/7), Hörður Fannar Sigþórsson 6 (7), Geir Guðmundsson 3 (7), Jónatan Þór Magnússon 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 1 (2), Árni Sigtryggsson 1 (5), Heimir Þór Árnason 0 (1), Guðlaugur Arnarson 0 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 14, Hörður Flóki Ólafsson 3.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2)Fiskuð víti: 7 (Hörður 5, Jónatan, Heimir)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Mætingin á leikinn í dag var ekki góð og í raun kjánalegt andrúmsloft þegar leikmenn gengu inn við dynjandi tónlist og ljósasýningu en sárafá andlit i stúkunni. Áhorfendum átti eftir að fjölga þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en þó aldrei svo mætingin gæti talist ásættanleg á undanúrslitaleik um Íslandsmeistaratitil. Akureyringar voru ansi lengi af stað og varnarleikur þeirra var nánast ekki til staðar lengi vel. Valsmenn virtust ætla að stinga af og komust í 8-3. Þá small varnarleikur gestana betur þó markvarslan hafi ekki náð að fylgja með fyrir hálfleikinn. Síðustu tíu mínúturnar fyrir hlé gerðu Valsmenn mörg dýrkeypt mistök og hleyptu Akureyringum inn í leikinn. Norðanmenn minnkuðu muninn í eitt mark, 14-13 og hefðu getað jafnað fyrir hálfleik en höfðu heppnina ekki með sér þar og heimamenn með eins marks forskot þegar gengið var til búningsherbergja. Markvörðurinn Hlynur Morthens var bestur Valsmanna í fyrri hálfleik. Akureyringar skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og náðu forystu í fyrsta skipti í leiknum. Valsmenn höfðu misst taktinn og náðu ekki einu sinni að nýta sér kafla þar sem þeir léku tveimur fleiri. Gestirnir náðu frumkvæðinu, héldu forystu sinni en heimamenn aldrei langt undan og spenna á lokamínútunum. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, átti nokkrar feykilega góðar og mikilvægar vörslur á mikilvægum augnablikum í lok leiks. Hafþór byrjaði leikinn á bekknum en átti flottan seinni hálfleik. Stuðningsmenn á bandi Akureyrar gátu byrjað að fagna áður en lokamínúta leiksins rann upp því sigurinn var í höf. Valsmenn þurfa heldur betur að girða sig í brók. Liðið var langt frá sínu besta og of mikið óðagot á spilamennsku þess. Næsti leikur liðanna er í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið og þar geta Akureyringar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri. Valur - Akureyri 24-27 (14-13) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/6 (12/6), Fannar Þór Friðgeirsson 7 (12), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (1), Sigurður Eggertsson 1 (6), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4), Jón Björgvin Pétursson 0 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 22/1Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 3)Fiskuð víti: 6 (Elvar 2, Sigfús Sigurðsson, Orri Gíslason, Baldvin, Sigurður)Utan vallar: 2 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/6 (14/7), Hörður Fannar Sigþórsson 6 (7), Geir Guðmundsson 3 (7), Jónatan Þór Magnússon 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 1 (2), Árni Sigtryggsson 1 (5), Heimir Þór Árnason 0 (1), Guðlaugur Arnarson 0 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 14, Hörður Flóki Ólafsson 3.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2)Fiskuð víti: 7 (Hörður 5, Jónatan, Heimir)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira