Facebook kostar danska vinnuveitendur 250 milljarða 16. mars 2010 08:34 Danir nota hina vinsælu vefsíðu Facebook það mikið í vinnu sinni að það kostar danska vinnuveitendur 11 milljarða danskra kr. eða um 250 milljarða kr. á hverju ári í glötuðum vinnustundum.Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á vegum danska viðskiptaráðsins (Dansk Erhverv) en fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen. Danir eru í hópi þriggja landa í heiminum þar sem meirihluti þjóðarinnar notar Facebook. Ísland er einnig í þeim hópi.Meðal þess sem fram kom í rannsókninni var að aðeins 7,8% af dönskum Facebooknotendum hafa gagn af vefsíðunni í starfi sínum það er viðskiptavini og viðskiptasambönd.Charlotte Vester einn framkvæmdastjóra Dansk Erhverv segir að Facebook notkun á vinnustað sé vissulega vandamál. „Það kom okkur hinsvegar á óvart hve útbreidd hún er," segir Vester. „Þetta kemur niður á framleiðslunni og getur dregið úr samkeppnishæfni."Anders Colding-Jörgensen sálfræðingur segir að það geti verið starfsmönnum til góða ef vinnuveitendur takmarki notkun Facebook meðal starfsmanna sinna. Facebook skapi fíkn hjá sumum og sé mikill tímaþjófur.Peter Grönne hjá veffyrirtækinu Dwarf, sem vann að rannsókninni, segir að bann við notkun Facebook sé kannski ekki rétta svarið við vandamálinu. Hinsvegar megi takmarka notkunin til dæmis með því að tölvupóstur tengdur vinnu viðkomandi sé ekki notaður á Facebook. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danir nota hina vinsælu vefsíðu Facebook það mikið í vinnu sinni að það kostar danska vinnuveitendur 11 milljarða danskra kr. eða um 250 milljarða kr. á hverju ári í glötuðum vinnustundum.Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á vegum danska viðskiptaráðsins (Dansk Erhverv) en fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen. Danir eru í hópi þriggja landa í heiminum þar sem meirihluti þjóðarinnar notar Facebook. Ísland er einnig í þeim hópi.Meðal þess sem fram kom í rannsókninni var að aðeins 7,8% af dönskum Facebooknotendum hafa gagn af vefsíðunni í starfi sínum það er viðskiptavini og viðskiptasambönd.Charlotte Vester einn framkvæmdastjóra Dansk Erhverv segir að Facebook notkun á vinnustað sé vissulega vandamál. „Það kom okkur hinsvegar á óvart hve útbreidd hún er," segir Vester. „Þetta kemur niður á framleiðslunni og getur dregið úr samkeppnishæfni."Anders Colding-Jörgensen sálfræðingur segir að það geti verið starfsmönnum til góða ef vinnuveitendur takmarki notkun Facebook meðal starfsmanna sinna. Facebook skapi fíkn hjá sumum og sé mikill tímaþjófur.Peter Grönne hjá veffyrirtækinu Dwarf, sem vann að rannsókninni, segir að bann við notkun Facebook sé kannski ekki rétta svarið við vandamálinu. Hinsvegar megi takmarka notkunin til dæmis með því að tölvupóstur tengdur vinnu viðkomandi sé ekki notaður á Facebook.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira