Alfreð: ég er ekkert búinn að kveikja á þessum árangri ennþá Hjalti Þór Hreinsson skrifar 31. maí 2010 07:30 Alfreð á hliðarlínunni í gær. GettyImages Alfreð Gíslason bætti enn einum glæsiárangrinum á ferilskrá sína þegar hann stýrði Kiel til sigurs í Meistaradeild Evrópu í gær. Kiel vann Barcelona 36-34 í frábærum úrslitaleik í Köln. „Þetta er bara algjör snilld, þetta er stórkostlegur árangur“ sagði vígreifur Alfreð Gíslason við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig við fögnum þessu, en við ætlum svo sannarlega að fagna þessu verulega vel í kvöld. Það er ekki hægt að taka það af strákunum,“ sagði Alfreð. Aron Pálmarsson spilaði með Kiel í leiknum, þó ekki ýkja mikið og hann náði ekki að skora. Aron er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hann átti mikinn þátt í titlinum. Auk þess að spila vel í Meistaradeildinni á tímabilinu gulltryggði hann sigur Kiel á Ciudad Real í undanúrslitunum á laugardaginn þegar hann skoraði síðasta markið rétt fyrir leikslok í 29-27 sigri. Sigurinn var einkar sætur fyrir Alfreð sem tapaði úrslitaleiknum í fyrra fyrir Ólafi Stefánssyni og þáverandi liðsfélögum hans í Ciudad Real. „Við vorum lengi að ná okkur á strik í leiknum. Við höfum verið að spila miklu erfiðari leiki undanfarið en þeir, höfum átt við meiðsli að stríða og við erum með minni hóp. Við komum okkur eiginlega ekki í gang í fyrri hálfleik og vörnin var slök,“ sagði Alfreð sem breytti svo um taktík í síðari hálfleiknum. „Ég ákvað að breyta í 5+1 vörn og taka Rutenka úr umferð. Þá náðum við okkur betur á strik í vörninni og við spiluðum alveg rosalega vel,“ sagði Alfreð sem var mjög óánægður með varnarleikinn í fyrri hálfleik þar sem Kiel fékk á sig 20 mörk. Staðan í hálfleik var 20-17 en eins og tölurnar gefa til kynna var vörn Kiel hriplek og Omeyer ekki upp á sitt besta í markinu. Þegar tíu mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Barcelona sex mörkum yfir, 25-19. „Síðan skipti ég inn mönnum sem hafa ekki beint verið að spila mikið undanfarið og þeir spiluðu allir vel. Thierry Omeyer hjálpaði okkur líka þegar hann fór að verja vel,“ sagði Alfreð. Kiel minnkaði muninn jafnt og þétt og jafnaði loks metin tíu mínútum fyrir leikslok. Það komst svo yfir og lét forystuna aldrei af hendi, en lokamínúturnar voru æsispennandi. Kiel tryggði sér að lokum tveggja marka sigur, 36-34. Algjör geðshræring ríkti eftir leikinn og þrátt fyrir að tala við Alfreð nokkuð eftir leikinn var eins og hann væri enn að ná sér niður. „Ég er ekkert búinn að kveikja á þessum árangri ennþá. Ég hef ekki getað hugsað um neitt annað en Barcelona í alltof langan tíma núna,“ sagði Alfreð. Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Alfreð Gíslason bætti enn einum glæsiárangrinum á ferilskrá sína þegar hann stýrði Kiel til sigurs í Meistaradeild Evrópu í gær. Kiel vann Barcelona 36-34 í frábærum úrslitaleik í Köln. „Þetta er bara algjör snilld, þetta er stórkostlegur árangur“ sagði vígreifur Alfreð Gíslason við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig við fögnum þessu, en við ætlum svo sannarlega að fagna þessu verulega vel í kvöld. Það er ekki hægt að taka það af strákunum,“ sagði Alfreð. Aron Pálmarsson spilaði með Kiel í leiknum, þó ekki ýkja mikið og hann náði ekki að skora. Aron er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hann átti mikinn þátt í titlinum. Auk þess að spila vel í Meistaradeildinni á tímabilinu gulltryggði hann sigur Kiel á Ciudad Real í undanúrslitunum á laugardaginn þegar hann skoraði síðasta markið rétt fyrir leikslok í 29-27 sigri. Sigurinn var einkar sætur fyrir Alfreð sem tapaði úrslitaleiknum í fyrra fyrir Ólafi Stefánssyni og þáverandi liðsfélögum hans í Ciudad Real. „Við vorum lengi að ná okkur á strik í leiknum. Við höfum verið að spila miklu erfiðari leiki undanfarið en þeir, höfum átt við meiðsli að stríða og við erum með minni hóp. Við komum okkur eiginlega ekki í gang í fyrri hálfleik og vörnin var slök,“ sagði Alfreð sem breytti svo um taktík í síðari hálfleiknum. „Ég ákvað að breyta í 5+1 vörn og taka Rutenka úr umferð. Þá náðum við okkur betur á strik í vörninni og við spiluðum alveg rosalega vel,“ sagði Alfreð sem var mjög óánægður með varnarleikinn í fyrri hálfleik þar sem Kiel fékk á sig 20 mörk. Staðan í hálfleik var 20-17 en eins og tölurnar gefa til kynna var vörn Kiel hriplek og Omeyer ekki upp á sitt besta í markinu. Þegar tíu mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Barcelona sex mörkum yfir, 25-19. „Síðan skipti ég inn mönnum sem hafa ekki beint verið að spila mikið undanfarið og þeir spiluðu allir vel. Thierry Omeyer hjálpaði okkur líka þegar hann fór að verja vel,“ sagði Alfreð. Kiel minnkaði muninn jafnt og þétt og jafnaði loks metin tíu mínútum fyrir leikslok. Það komst svo yfir og lét forystuna aldrei af hendi, en lokamínúturnar voru æsispennandi. Kiel tryggði sér að lokum tveggja marka sigur, 36-34. Algjör geðshræring ríkti eftir leikinn og þrátt fyrir að tala við Alfreð nokkuð eftir leikinn var eins og hann væri enn að ná sér niður. „Ég er ekkert búinn að kveikja á þessum árangri ennþá. Ég hef ekki getað hugsað um neitt annað en Barcelona í alltof langan tíma núna,“ sagði Alfreð.
Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn