Slapp naumlega undan skýstrók 1. apríl 2010 03:45 Mögnuð lífsreynsla Völli Snær sá níðþung húsgögn fjúka út á haf þegar skýstrókur fór yfir Bahama-eyjar. Þrír létust þegar löndunarkrani við höfnina hrundi en hvorki Völla né öðrum fjölskyldumeðlimum varð meint af. „Fyrsta sem maður gerði var auðvitað að athuga með strákinn á leikskólanum en þetta var svo staðbundið að þau höfðu ekkert orðið vör við þetta," segir Völundur Snær Völundarson, best þekktur sem Völli Snær. Hann slapp naumlega undan skýstrók sem herjaði á íbúa Grand Bahama-eyjunnar í Karíbahafinu á mánudaginn. Slík veðrabrigði eru mjög sjaldgæf á þessum slóðum og sjálfur hafði kokkurinn aldrei séð slíkt með eigin augum. „Þetta getur komið út frá þrumuveðrum en er miklu algengara í Flórída. Það er kona sem hefur búið hérna í nítján ár og vinnur hjá mér og hún hafði aldrei upplifað svona," segir Völli. Hann rekur veitingastaðinn Sabor við Pelican Bay-hótelbyggingarnar, sem standa nálægt Port Lucaya-höfninni, ásamt konu sinni, Þóru Sigurðardóttur. Völli segir tímasetningu skýstróksins hafa verið lán í óláni." Já, sem betur fer reið þetta yfir um klukkan hálf tólf þannig að það voru ekki margir gestir komnir í mat. Þeir sem sátu úti náðu að koma sér í skjól inni í eldhúsi," segir Völli. „Ég sat bara á skrifstofunni minni og svo allt í einu heyrði maður bara soghljóð. Þetta stóð stutt yfir, kannski tíu sekúndur en var alveg rosalegur hvellur. Það er hreint út sagt magnaður kraftur í þessu fyrirbæri og sólbekkir, stólar og borð úr massívum viði, sem þarf tvo til að bera, feyktust langt út á haf. Bátar slitnuðu frá bryggju, strætóskýli ultu um koll og pálmatré rifnuðu upp með rótum," segir Völli en hann vildi ekki meina að hann hefði orðið eitthvað hræddur. „Nei, maður hefur nú upplifað þrjá fellibyli." - fgg Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
„Fyrsta sem maður gerði var auðvitað að athuga með strákinn á leikskólanum en þetta var svo staðbundið að þau höfðu ekkert orðið vör við þetta," segir Völundur Snær Völundarson, best þekktur sem Völli Snær. Hann slapp naumlega undan skýstrók sem herjaði á íbúa Grand Bahama-eyjunnar í Karíbahafinu á mánudaginn. Slík veðrabrigði eru mjög sjaldgæf á þessum slóðum og sjálfur hafði kokkurinn aldrei séð slíkt með eigin augum. „Þetta getur komið út frá þrumuveðrum en er miklu algengara í Flórída. Það er kona sem hefur búið hérna í nítján ár og vinnur hjá mér og hún hafði aldrei upplifað svona," segir Völli. Hann rekur veitingastaðinn Sabor við Pelican Bay-hótelbyggingarnar, sem standa nálægt Port Lucaya-höfninni, ásamt konu sinni, Þóru Sigurðardóttur. Völli segir tímasetningu skýstróksins hafa verið lán í óláni." Já, sem betur fer reið þetta yfir um klukkan hálf tólf þannig að það voru ekki margir gestir komnir í mat. Þeir sem sátu úti náðu að koma sér í skjól inni í eldhúsi," segir Völli. „Ég sat bara á skrifstofunni minni og svo allt í einu heyrði maður bara soghljóð. Þetta stóð stutt yfir, kannski tíu sekúndur en var alveg rosalegur hvellur. Það er hreint út sagt magnaður kraftur í þessu fyrirbæri og sólbekkir, stólar og borð úr massívum viði, sem þarf tvo til að bera, feyktust langt út á haf. Bátar slitnuðu frá bryggju, strætóskýli ultu um koll og pálmatré rifnuðu upp með rótum," segir Völli en hann vildi ekki meina að hann hefði orðið eitthvað hræddur. „Nei, maður hefur nú upplifað þrjá fellibyli." - fgg
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira