Handbolti

Dagur þjálfar og Alexander spilar í Stjörnuleik þýsku deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Í dag var tilkynnt á heimasíðu þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta hvaða leikmenn verða í Stjörnuliði deildarinnar sem mætir þýska landsliðinu í Stjörnuleik sem fer fram í fyrsta sinn Leipzig 5. febrúar næstkomandi. Þetta verður fyrsti leikurinn eftir að HM í Svíþjóð klárast.

Íslendingar eiga tvo fulltrúa í þessum leik. Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, er þjálfari liðsins ásamt Martin Schwalb þjálfara HSV Hamburg. Dagur og Schwalb völdu síðan Alexander Petersson sem þriðja leikmanninn í stöðu hægri skyttu. Alexander er eini íslenski leikmaðurinn sem komst í liðið.

Fyrirkomulagið er þannig að handboltaáhugamenn kusu tvo leikmenn í liðið úr hverri stöðu og þjálfarar bættu síðan við einum leikmanni í hverja stöðu. Alls bárust yfir 70 þúsund atkvæði í kjörinu. Það eru Sport1, Handball week blaðið og þýska úrvalsdeildin sem standa fyrir þessum leik.

Leikmenn í úrvalsliði þýsku deildarinnar:

Markmenn: Thierry Omeyer (THW Kiel), Henning Fritz (Rhein-Neckar Löwen). Þjálfarar völdu: Mattias Andersson (TV Großwallstadt)

Línumenn: Bjarte Myrhol (Rhein-Neckar Löwen), Bertrand Gille (HSV Hamburg). Þjálfarar völdu: Patrick Wiencek (VfL Gummersbach)

Vinstra horn: Manuel Liniger (TBV Lemgo), Ivan Nincevic (Füchse Berlin). Þjálfarar völdu: Anders Eggert (SG Flensburg-Handewitt)

Hægra horn: Hans Lindberg (HSV Hamburg), Robert Weber (SC Magdeburg). Þjálfarar völdu: Lasse Svan Hansen (SG Flensburg-Handewitt)

Vinstri skyttur: Karol Bielecki (Rhein-Neckar Löwen), Jerome Fernandez (THW Kiel). Þjálfarar völdu: Blazenko Lackovic (HSV Hamburg)

Leikstjórnendur: Chen Pomeranz (HSG Ahlen-Hamm, Filip Jicha (THW Kiel). Þjálfarar völdu: Domagoj Duvnjak (HSV Hamburg)

Hægri skyttur: Oscar Carlén (SG Flensburg-Handewitt), Michael Thiede (Frisch Auf Göppingen). Þjálfarar völdu: Alexander Petersson (Füchse Berlin)

Þjálfarar: Martin Schwalb (HSV Hamburg) og Dagur Sigurðsson (Füchse Berlin).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×