Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2010 13:09 Gunnar er hér lengst til hægri á myndinni. Mynd/Valli Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur að við missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. Gunnar Berg fékk rauða spjaldið á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna á Vodafone-vellinum í gær fyrir að brjóta á Fannari Þór Friðgeirssyni. Dómarar mátu að um ásetningsbrot væri að ræða. Aganefnd HSÍ kom svo saman í morgun og komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar Berg hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." Samkvæmt þeirri skilgreiningu í reglugerð HSÍ um agamál ber að dæma Gunnar Berg í leikbann en hann neitar því alfarið að hann hafi brotið gróflega af sér. „Þetta er bara skelfilegt - algjörlega skelfilegt," sagði Gunnar Berg við Vísi. „Þetta eru reglurnar sem menn eru að fara eftir og þetta er algerlega út af kortinu. Þetta sýnir bara hvað dómarar hafa mikil áhrif á leikinn. Þeir dæmdu af okkur löglegt mark í lok fyrri hálfleiks og svo þetta." Gunnar Berg neitar því að hann hefði farið öðruvísi að hefði samskonar atvik komið upp á öðrum tímapunkti í leiknum. „Ég braut á manninum og átti örugglega skilið að fá tveggja mínútna brottvísun fyrir. En ég ætlaði ekkert að gera það grófar en venjulega. Ef ég má ekki stöðva manninn jafnvel þótt að það sé lokamínúta leiksins þá er ekki lengur verið að spila handbolta," sagði Gunnar Berg. „Ég ætlaði bara að brjóta á honum enda tel ég að það hafi verið laukrétt hjá mér að gera það á þessum tímapunkti. Ég ætlaði auðvitað aldrei að meiða hann enda gerði ég það ekki. Þetta var bara einfalt brot sem verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." „Þetta er svekkjandi fyrir mig og sevkkjandi fyrir liðið. En nú er það í hlut hinna leikmannanna að spýta í lófana og mæta enn grimmari til leiks á morgun." Ekki er hægt að áfrýja úrskurði aganefndarinnar. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur að við missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. Gunnar Berg fékk rauða spjaldið á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna á Vodafone-vellinum í gær fyrir að brjóta á Fannari Þór Friðgeirssyni. Dómarar mátu að um ásetningsbrot væri að ræða. Aganefnd HSÍ kom svo saman í morgun og komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar Berg hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." Samkvæmt þeirri skilgreiningu í reglugerð HSÍ um agamál ber að dæma Gunnar Berg í leikbann en hann neitar því alfarið að hann hafi brotið gróflega af sér. „Þetta er bara skelfilegt - algjörlega skelfilegt," sagði Gunnar Berg við Vísi. „Þetta eru reglurnar sem menn eru að fara eftir og þetta er algerlega út af kortinu. Þetta sýnir bara hvað dómarar hafa mikil áhrif á leikinn. Þeir dæmdu af okkur löglegt mark í lok fyrri hálfleiks og svo þetta." Gunnar Berg neitar því að hann hefði farið öðruvísi að hefði samskonar atvik komið upp á öðrum tímapunkti í leiknum. „Ég braut á manninum og átti örugglega skilið að fá tveggja mínútna brottvísun fyrir. En ég ætlaði ekkert að gera það grófar en venjulega. Ef ég má ekki stöðva manninn jafnvel þótt að það sé lokamínúta leiksins þá er ekki lengur verið að spila handbolta," sagði Gunnar Berg. „Ég ætlaði bara að brjóta á honum enda tel ég að það hafi verið laukrétt hjá mér að gera það á þessum tímapunkti. Ég ætlaði auðvitað aldrei að meiða hann enda gerði ég það ekki. Þetta var bara einfalt brot sem verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." „Þetta er svekkjandi fyrir mig og sevkkjandi fyrir liðið. En nú er það í hlut hinna leikmannanna að spýta í lófana og mæta enn grimmari til leiks á morgun." Ekki er hægt að áfrýja úrskurði aganefndarinnar.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52