Erlent

Borgin eins og vígvöllur eftir jarðskjálfta

Jarðskjálftinn mældist 7,1 á richter. Mikil eyðilegging er í borginni.
Jarðskjálftinn mældist 7,1 á richter. Mikil eyðilegging er í borginni. Mynd/AFP
Vitni lýsa borginni Christchurch í Nýja Sjálandi eins og vígvelli eftir að jarðskjálfti að styrk 7,1 skók borgina snemma í morgun. Raflínur, skólp- og vatnslagnir og vegakerfi eru víða í ólagi eftir skjálftann, og hundruð bygginga hafa hrunið að hluta.

Þrátt fyrir það hafa enn ekki borist neinar fregnir af mannskaða, en tveir eru alvarlega slasaðir og um tíu manns hafa leitað sér aðstoðar vegna hjartaáfalls eftir skjálftann.

Lögreglulið og hermenn hafa verið kallaðir til borgarinnar til að sinna hjálparstörfum og gæta öryggis, en óprúttnir aðilar hafa nýtt sér ástandið vegna skjálftans og látið greipar sópa í verslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×